Leita í fréttum mbl.is

Var greiningardeild í forsætisráðuneytinu?

Í þætti Sigurjóns M Egilssonar "Sprengisandi" kom fram í inngangi eða leiðara hans. Þar sagði hann frá því að hann hefði verið kallaður á teppið í ráðuneytinu og sagði síðan eftirfarandi:

„Ráðherrann fyrrverandi hafði greiningardeild í sínu ráðuneyti. Sú greiningardeild vann ekki við það að greina afleiðingar þess að fólk eins og hann léki ekki með, ekki af fullri alvöru, í baráttu Íslendinga til endurreisnar eftir afleiðingar af starfi ömurlegra stjórnmálamanna á árunum fyrir hrun. Nei, sú greiningardeild dundaði sér við að flokka niður það sem ég sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Þetta veit ég frá fyrstu hendi. Ég var kallaður á teppið,“ sagði Sigurjón í leiðaranum.

Honum hafi svo verið tilkynnt að niðurstaðan úr greiningunni væri sú að hann gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs erfitt fyrir og væri henni til trafala. Þá hafði hann samkvæmt greiningunni oftast verið vondur við Framsóknarflokkinn.(visir.is)

Þennan leiðara má heyra hér http://www.visir.is/section/MEDIA98?fileid=CLP44851

Er fólk svo að efast um að hér hefur um mörg misseri verið herdeild að reyna að stýra umræðunni?

Minnti mig nú á fréttir frá 2009 yfir exelskjal sem herdeild framsóknar hélt og listaði upp helstu óvini Framsóknar m.a. bloggara og álitsgjafa. Sjá hér http://www.dv.is/frettir/2009/4/22/ovinir-framsoknar-i-bloggheimum/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já það ku vera að það sé greiningardeild í forsetaráðuneytinu og hver heldur þú að hafi sett það apparat í gang? Auðvitað er svarið; Jóga Sig. fyrrverandi flugfreyja.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.4.2016 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband