Leita í fréttum mbl.is

Engu landi er það gott að höfðingi þess telji sig ómissandi

Ólafur Ragnar er náttúrulega í fullum rétti að bjóða sig fram aftur. Enda er stjórnarskrá okkar sem býður upp á það. En honum sem mjög fróðum manni ætti það að vera full ljóst að það er vís leið til stöðnunar ef einhverjir telja sig ómissandi og sitt hlutverk sé að koma í veg fyrir breytingar.

Það er nú ekki allt sem Ólafur Ragnar hefur talað fyrir sem hefur staðist:

  • Hann fór um heiminn og talaði um snilli Íslenskra útrásarvíkinga sem gerðu allt að gulli. En síðan kom hrunið.
  • Hann hefur undarfarin ár talið að framtíð okkar lægi í Norðurslóðum og talað um að við séum bara eftir nokkur ár að verða gríðarlega rík.
  • Ég man eftir fyrir svona 20 árum þegar hann fór fremststur í að tala um að við ættum að taka hér upp Asíst módel og það yrði framtíð Íslands. Svo kom hrun þar.

En Ólafur Ragnar misskilur herfilega ef að hann heldur að hann geti komið í veg fyrir að við fáum nýja stjórnarskrá. Það er jú ósk fólks sem er að mæta á Austurvöll. Við þurfum nýja stjórnarskrá sem tryggir aukið lýðræði, aukið gagnsæki og skýr ákvæði um auðlindir þjóðarinnar.

Annars er náttúrulega starf forseta aðallega að vera móttökustjóri á Bessastöðum, dvelja í útlöndum og skrifa undir lög.  Í raun er 99% af starfinu eitthvað sem allir sem tala ensku geta sinnt.

Ólafur hefur ný lítið verið að berjast fyrir þeim sem lakast standa í þjóðfélaginu. Svona opinberlega. Hann hefur lagt áherslu á málefni Norðurslóða og svona alþjóðlegar samkomur þar sem hann er í öndvegi.

En honum er frjálst að bjóða sig fram. Og þeir sem vilja breytingar verða þá að hópa sig saman um annan frambjóðands.


mbl.is Fer fram í sjötta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Héðan í frá verður þetta Ólafur Ragnar hin smurði!

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband