Leita í fréttum mbl.is

Stolnar fjaðrir?

Skv. mínum heimildum eru þessar tölur byggðar á niðurstöðum úr skattframtölum fyrir árið 2014 með tekjum og skuldum  fyrir árið 2013 Að minnsta kosti eru heimildir frá Hagstofu sem þetta byggist á frá því tímabili. Finnst bara rétt að benda þetta.

P.s. búið að leiðrétta þetta:

Frétt um tekjujöfnuð á Íslandi sem birt var á síðu forsætisráðuneytisins í dag byggði á röngum forsendum. Þar sagði að nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sýni að ekkert Evrópuríki búi við jafnmikinn tekjujöfnuð og Ísland. „Samanburður Eurostat er byggður á upplýsingum um tekjur á árinu 2014,“sagði í frétt ráðuneytisins. Það er hins vegar ekki rétt, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Tölurnar sem Eurostat notar byggja á Evrópsku lífskjararannsókninni og endurspegla tekjumælingar ársins á undan, það er upplýsingar fyrir árið 2013.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var liðurinn Meiri tekjujöfnuður á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum á dagskránni. Í kjölfarið, skömmu fyrir hádegi, var send út fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu sem var samhljóða fréttinni sem birt er á síðu ráðuneytisins.

Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag dreift frétt forsætisráðuneytisins, eða fréttum fjölmiðla byggðum á henni,  af nokkrum móð. Meðal annars gerð Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það og einnig Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði slíkt hið sama og Karl Garðarsson, samflokksmaður hans, gerði fréttina að umtalsefni í þingræðu á Alþingi. Má greina á málflutningi þingmannanna að þeir telji að frammistaða sitjandi ríkisstjórnar eigi þarna mikinn hlut að máli.

Tilfellið er hins vegar að umræddar tölur taka til síðasta árs ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Lífskjarakönnunin er framkvæmd á vormánuðum hvert ár og tölurnar fyrir árið 2014 endurspegla tekjudreifingu fyrir árið 2013. Upplýsingar um lágtekjumörk og tekjudreifingu ársins 2014 liggja hins vegar ekki enn fyrir, samkvæmt upplýsingum sem Eyjan fékk frá Hagstofu Íslands. Eurostat hefur því engar slíkar tölur í höndunum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við Eyjuna að um mistök hafi verið að ræða. Rétt sé að upplýsingarnar sem um ræði nái til tekna fyrir árið 2013 en ekki 2014. Til standi að senda út leiðréttingu vegna þessa nú á næstunni. eyjan.is

 

mbl.is Tekjujöfnuður mestur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri aulahátturinn eða er kannski vísvítandi verið að blekkja fólk.

Eftir allar tilfærslurnar á fé frá hinum verr settu til hinna betur settu var augljóst að þetta gat ekki staðist. Ríkisstjórn Jóhönnu vakti hins vegar alþjóðlega athygli fyrir að minnka kjaramuninn á meðan hann jókst í öðrum löndum.

Framtaldar tekjur eru auk þess langt frá því að segja alla söguna. Panamaskjölin benda til að íslenskir auðmenn eigi hlutfallslega miklu meira en aðrir í erlendum skattaskjólum. Það eru tekjur og eignir sem koma hvergi fram og gera tekjumuninn meiri en gögn sýna. 

Skattlagning skekkir einnig myndina því að hér er verið að tala um tekjur en ekki ráðstöfunartekjur. Þau lönd þar sem jöfnuður er mestur hafa hærri skatta en Ísland á hæstu tekjur og jafnvel einnig lægri skatta á lágar tekjur.

Sjálfshól ríkisstjórnarflokkanna virðist vera í öfugu hlutfalli við frammistöðuna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband