Sunnudagur, 31. júlí 2016
Til þeirra sem ala á ótta við múslima og vitna oft í stöðuna í Svíþjóð!
Fyrir það fyrsta ættuð þið að skoða hvaðan þið fáið upplýsingarnar sem þið eruð að dreifa t.d. mikið á facebook og hér á blogginu. Þessar heimildir eru oft áróðurssíður sem haldið er úti frá Ísrael og Bandaríkjunum. Síður sem ekki hika við að hagræða sannleikanum til að að valda meiri óróa og hræðslur.
Nú ætla ég að birta hér í heild frá af Pressunni vegna þess að ég hef ítrekað lesið að í Svíþjóð þori fólk ekki út vegna ótta við múslima og löggan sömuleiðis þori ekki inni í ákveðinn hverfi. Þetta er náttúrulega bull eins og lögreglustjóri Malmö segir hér:
Lögreglustjóri í Malmö gagnrýnir alþjóðlega fjölmiðla harðlega: Ég hef aldrei séð svona mikla útúrsnúninga og afbakanir á sannleikanum
Mats Karlsson lögreglustjóri í Malmö á Skáni segir í viðtali við vefritið Local að flest allir glæpir sem komi inn á borð lögreglunnar í Malmö séu ekkert verri en annarsstaðar í Svíþjóð og hafnar alfarið að til séu svæði í Malmö sem lögreglan forðist. Hann gagnrýnir erlenda fjölmiðla fyrir að draga upp bjagaða mynd af borginni þá sérstaklega hvað varðar samskipti innflytjenda við lögreglu.
Mats segir að vissulega séu framdir alvarlegir glæpir í borginni en síðustu daga hafa átt sér stað tvær skorárásir og sprenging í borginni. Hann segir að allir þessir glæpir tengist síbrotamönnum og glæpir af svipuðum toga tengist sömu hópunum af fólki, hann segir lögregluna forðast að nota hugtakið glæpagengi þar sem málin séu miklu flóknari en svo:
Við erum oftast að tala um atvik þar sem einhver er fljótur að grípa til ofbeldis. Til dæmis, fyrrverandi kærasta sem er byrjuð að hitta einhvern annan,
segir Mats. Helstu verkefni lögreglunnar nú eru að minnka fjölda vopna í umferð og vinna markvisst að forvarnarstarfi. Hann segir umfjöllun erlendra fjölmiðla ekki koma sér á óvart:
En ég fékk upplýsingar um skotárásina í Rosengård-Centrum strax og upplýsingar bárust, og þær upplýsingar voru af allt öðrum toga en ég las svo um í alþjóðlegum fjölmiðlum.
Ef þú vilt sjá tengingu við hryðjuverk þá sérðu það. En sumar af þessum greinum voru öfgafullar, ég hef aldrei séð svona mikla útúrsnúninga og afbökun á sannleikanum. Það voru nokkur bresk blöð sem sögðu að fólk hefði verið að hlaupa í burtu til að bjarga lífi sínu þegar þetta voru bara tveir gaurar að rífast.
Hann segir mikilvægt að halda ró sinni þegar svona fregnir berist þar sem atvik séu aldrei svarthvít, aðspurður um hvers vegna glæpamenn séu tengdir við hryðjuverkastarfssemi segir Mats:
Það er það sem passar við frásögnina, það er sannleikurinn sem margir vilja sjá. Það sem veldur mér áhyggjum er þegar allt er stimplað sem hryðjuverk sem ekki bara grefur undan hugtakinu, heldur fær fólk til að gleyma að það eru til glæpamenn sem við þurfum að taka alvarlega þó þeir séu ekki tengdir neinum hryðjuverkum.
Mats segir ekki hægt að halda því fram að hryðjuverk hafi nokkurntímann verið framið í Malmö þar sem almenningur sé aldrei skotmark árása, allar sprengingar og skotárásir í Malmö hafi hingað til alltaf verið vegna deilna í undirheimum borgarinnar:
Ég var eitt sinn spurður af dagblaði hvort við fengjum mörg símtöl frá áhyggjufullum borgarbúum í Malmö, svarið var og er nei.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ég var í Stokkhólni fyrri hluta júlí og fór víða um borgina.
Allt leit þar vel út. Alls staðar ríkti friður og fólkið var mjög sællegt á að líta og vingjarnlegt. Það hvarflaði ekki að mér að hræðast eitt né neitt og mér datt ekki einu sinni í hug að spyrjast fyrir um hvort ég ætti að forðast einhverja staði.
Upplifunin var mjög svipuð og í Kaupmannahöfn í fyrra.
Ásmundur (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.