Leita í fréttum mbl.is

Ekki er ég hrifinn af þessum bónusgreiðslum. En held að fólk sé aðeins að rugla

Fólk er eðlilega fúlt yfir því að þessa dagana er tilkynna bónusgreiðslur sem geta orðið gríðar háar á okkar mælikvarða. En fólk hleypur kannski aðeins á sig og Alþingismenn hjálpa þar til.

Það sem fólk ruglar með er eftirfarandi:

  • Þetta eru ekki starfsmenn banka sem eru að fá þessi kjör. Þetta eru starfsmenn þrotabúa gömlu bankana. Þ.e. starfsmenn kröfuhafa.
  • Við eigum ekki gömlu þrotabú bankana. Við eigum í dag Landsbankann nýja gamli heitir í dag LBI minnir mig honum eigum við ekkert í  við eigum  Íslandsbanka en Glitnir sem er þrotabú eigum við ekkert í! Kröfuhafar eiga í dag megnið af Arionabanka (þ.e. Kaupþing á hann)
  • Ef að bónusgreiðslurnar hefðu ekki komið til þá hefðu þessir peningar bara runnið til kröfuhafa þegar innlendar og erlendar eignir verða seldar.
  • Því er varla hægt að segja eins og ýmsir að það sé verið að ræna okkur og bankana okkar.

Ef við ætlum að skattleggja bónusgreiðslur þá verður það að vera gert þannig að það verði þá bara almenn skattalög og gilda fyrir alla. Ef það er hægt þá er ég bara fyljgandi því að þau lög verði sett. Og skilst að margar þjóðir skoði það því svona árangurstengdir bónusar í viðskiptalífinu kalla á ýmislegt miður fallegt eins og við kynntumst fyrir hrun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég lít ekki á þetta sem sjálftöku, heldur nauðung.  

Þarna

Þetta er frekar, að þið eigið að auka eign mína í bankanum, þrotabúinu um (hugsaðar tölur) 500 miljarða og fáið þá 5 miljarða (hugsuð tala), fyrir ykkur.

Ef einhver vill ekki starfa fyrir bankann okkar, þá óskum við honum velfarnaðar í nýju starfi.

Ég lít ekki á þetta sem sjálftöku, heldur nauðung.

Skáldaður sannleikur.

Egilsstaðir, 30.08.2016  Jónas Gunnlaugsson     

Jónas Gunnlaugsson, 31.8.2016 kl. 00:57

2 identicon

Þetta sýnir nauðsyn þess að bæta við fleiri skattþrepum. Nú er hæsta skattþrep 46%. Hvernig væri að bæta við 56%, 66% og 75% sem myndu ná yfir stærstan hluta slíkra bónusgreiðslna.

Slíkar skattaprósentur myndu ekki ná til almennings. Þess vegna er ekki ástæða til að ætla minni stuðning kjósenda vegna þeirra, þvert á móti.

Í Bandaríkjunum var hæsta skattprósenta yfir 90% á seinni hluta stríðsins og næstu ár á eftir, eftir það um 70% þangað til Reagan komst til valda 1980.

Á þessum árum var mikil velmegun í Bandaríkjunum og það talið fyrirmyndarríki. Hins vegar enduðu tímabil lágra skatta á hæstu tekjur með hruni bæði 1929 og 2008.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 16:33

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er svo sannarlega ekki hlynnt þeim bónusum sem eru í umræðunni núna.  En:  Hvers konar umhverfi skapar þessa bónusa?  Held að umræðan ætti frekar að snúast um það en upphæðirnar sem slíkar eða með hvaða hætti má skattleggja þær!

Kolbrún Hilmars, 31.8.2016 kl. 18:39

4 identicon

Góð spurnig Kolbrún Hilmars 18:39.

Við ættum nefnilega að hugsa til þeirra sem töpuðu sínum ævisparnaði í þessum bönkum. Sparnaði í krafti eigin ráðdeildar til að eiga í handraðanum til efri ára. Þetta fólk sætti sig sosum við orðinn hlut í hruninu. Þeir og þeirra hafa sopið aðra eins fjöruna.

En að þetta slitastjórna/bankalið ætli að verðlauna sig feitt fyrir að mæta í vinnuna og höndla með hræið tekur út yfir allt velsæmi og særir réttlætiskennd okkar illa. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 21:13

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fjármálakerfið náði öllum eignum með því að búa fyrst til verðbólgu og síðan verð hjöðnun.

Eftir þessa tilbúnu verðhjöðnun var sagt að eignir fólksins hefðu horfið.

Síðan þegar fjármálafyrirtækin voru búin að taka eignirnar til sín, þá hækkuðu fjármálafyrirtækin, eignirnar aftur upp í fullt verð.

Nú vilja bankar og fjármálafyrirtæki nota bónusana, og segja við aðal starfsmennina sína.

Þið fáið 5 miljarða ef þið seljið þessa 100 miljarða í eignum sem við náðum af fólkinu fyrir 1000 miljarða.

Þetta er mjög einfalt.

Lestu kreppufléttuna

 Kreppufléttan, endurtekið

 og

Hent upp í hillu A4 blað

og

Og það besta, ég lánaði þér ekki neitt.  

Egilsstaðir, 31.08.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 31.8.2016 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband