Leita í fréttum mbl.is

Varðandi flugvöllinn (ætlar þessu aldrei að ljúka)

  • Fyrir það fyrsta er ekki mikill meiri hluti þingmanna sem nú leggja til þjóðaratkvæði um flugvöllinn, sama fólkið og hafði þjóaðratkæðagreiðsluna um stjórnarskrána að engu og fór ekki eftir því sem þar var samþykkt?
  • Ætli Reykjavíkurflugvöllur sé ekki eini flugvöllurinn þar sem aðflug og flugtak af braut liggur nærri beint yfir þingishúsi og stjórnarráð þjóðar?
  • Hafa menn á ákveðnum tímum reynt að spjalla saman í miðbænum þegar flugumferðinn er sem mest?
  • Ef að íbúar annarra sveitarfélaga eiga að ráða skipulagsmálum í Reykjavík og nágreni þar sem búa jú um 2/3 íbúa landisins. Eiga þá ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki sama rétt að skipta sér að skipulagsmálum annara sveitarfélaga. T.d. að heimta að það verði lögð við hlið Sjúkarhúsins á Akureyri og fleiri stöðum til að vera neyðarbraut.
  • Var að rifja það upp að það er sennilega um 15 ár síðan ég flaug síðast innanlands og þar áður var fyrir 25 árum. Og frá fólki í kring um mig heyri ég ekki oft af einhverjum sem nota flugið. Fólki finnst það dýrt og svo þegar það flýgur er það háð greiðum til að fara milli staða nema það þurfi að leigja bíl líka og þá er verið að tala um mun hærri kostnað en viku ferð til Kaupmannahafnar.
  • Er ekki full takmarkandi að spyrja hvort að völlurinn eigi að vera þarna eða ekki næstu áratugi. Hvað verður þá ef t.d. sjúkrhúsið verður flutt kannski til Hafnafjarðar eða upp í Mosfellsbæ? Nú það er hópur manna að berjast fyrir að það verði byggt á öðrum stað?
  • Nú ef að flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri er ekki eðlilegt að banna einkaflug og kennsluflug þar til að koma á móts við fólk sem ekki er hrifið af hávaðanum í þessum rellum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er auðvelt að minnka flugumferð yfir Kvosina um 70% með því að lengja austur-vesturbraut vallarins vestur í Skerjafjörð.  

Suðaustlægar áttir eru lang algengastar í Reykjavík, en af því að norður-suður-brautin er mun lengri en austur/vestur-brautin, er hún notuð miklu meira en ef hin væri lengri. 

Aðflug og fráflug af austurenda þeirrar brautar liggur yfir autt land í Fossvogi og af vesturendanum yfir sjó. 

Ef hún verður gerð að aðalflugbraut vallarins verða ekki margir flugvellir í borgum, sem hafa þann kost. 

Í Los Angeles eru fjórir flugvellir með hátt á annan tug flugbrauta, og aðeins einn brautarendinn liggur ekki yfir byggð. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2016 kl. 00:00

2 identicon

Alveg er það ómetanlegt að hafa mann eins og Ómar til að komenta um svona mal

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 04:45

3 identicon

Ætlar niðurlægingu Alþingis aldrei að linna?

Það er varla hægt að hugsa sér meiri frekju og yfirgang en að utanbæjarfólk krefjist þess að flugvöllur sé nánast inni í miðborg og við hliðina á sjúkrahúsi.

Hagsmunir Reykvíkinga eru svo margfalt meiri varðandi staðsetningu flugvallarins en landsbyggðarfólks að þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem vægi atkvæða er jafnt er galin.

Það þarf enginn að taka mark á slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Þess vegna er hún tilgangslaus. Kosningaáróður er dauður strax að loknum kosningum.

Ef staðsetning flugvallarins bjargar mannslífum landsbyggðarfólks þá yrði það á kostnað borgarbúa. Hætt er við að með búsetu td í Úlfarsárdal í stað Vatnsmýrarinnar myndu mun fleiri mannslíf tapast.

Þjóðaratkvæðagreiðsla án upplýstrar umræðu er marklaus enda fyrst og fremst farvegur fyrir lýðskrum, tilfinningaklám og múgsefjun.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 07:26

4 identicon

Það var engin þátttaka í þjóðarafgreiðslu um stjórnarskrána en það er lílegt að þátttakan í atkvæðagreisðlu um flugvöllinn yrði góð

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 09:21

5 identicon

Helgi Ármannsson, það sem Ómar er að tala um er að leggja flugvöllinn niður í núverandi mynd og breyta honum þanni gað hann taki 70% minna landsvæði en í dag.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 12:24

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Reykjavíkurflugvöllur er ekki í miðborginni heldur skammt fyrir utan hana. Þannig háttar einnig til í ótal borgum heims. Lítum á nokkur dæmi í Evrópu:

London státar af 4 flugvöllum og er London City Airport nánast í miðri borginni. Völlurinn í Belfast á Norður-Írlandi er í aðeins 3 km fjarlægð frá borgarmiðju (Centrum). Stokkhólmsflugvöllurinn Bromma er í 7 km fjarlægð frá Centrum; völlurinn í Lúxemborg er í 6 km fjarlægð; völlurinn í Insbruck í 4 km fjarlægð; völlurinn í Kiel 7 km; völlurinn í Hamborg 8 km; völlurinn í Nürnberg 5 km; Zaventem-völlurinn í Brussel 10 km; Kastrup 11 km frá miðborg K-hafnar; Malmi-völlurinn í Helsinki 10 km, völlurinn í Nice 7 km; völlurinn í Álaborg 6 km; völlurinn í Salzburg 4 km og svo mætti lengi telja.

Víðast hvar er lögð áhersla á að hafa flugvellina innan borgarmarka og sem næst miðju nema alstærstu millilandaflugvellina. 

Daníel Sigurðsson, 1.9.2016 kl. 13:07

7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Við verðum í því að rífa og byggja nýja spítala og flugvelli um alla framtíð. Á meðan íslendingar láta draga sig á asnaeyrunum verður þetta svona og nú eru bara 8 mánuðir í næsta hrun (ef reiknað er í bílakaupum). Og ferðamenn hverfa þegar jarðýtur sjálfstæðismanna taka niður hálendið á 7 vikum.

Eyjólfur Jónsson, 1.9.2016 kl. 13:27

8 identicon

Auðvitað vilja farþegar helst hafa flugvöll sem næst miðborg. En það eru aðrir hagmunir sem geta verið miklu þyngri á metunum þannig að ekkert vit er í öðru en að flugvöllurinn víki.

Með hafið á annan veginn og Tjörnina og Hljómskálagarðinn á hinn veginn er stækkunarmöguleikar miðbæjarins afar litlir. Hann getur því ekki aðlagað sig stöðugt stækkandi borg.

Með þéttri byggð i Vatnsmýrinni verður borgin miklu samþjappaðri og borgarsamfélagið mun virka mun betur.

Akstur verður minni, slys færri og mengun minni. Grundvöllur myndast fyrir mun betri almenningssamgöngur með færri bílum í umferð og minni mengun.

Helstu rökin fyrir að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni hafa verið mikilvægi þess að koma sjúklingum sem fyrst frá flugvél á spítalann.

Það er oft ekkert síður spurning um líf og dauða að koma borgarbúum sem fyrst á sjúkrahús. Ég held því að flugvöllur í Vatnsmýri í stað íbúða nálægt spítalanum geti kostað fleiri mannslíf.

Það er auðvitað fráleitt að óskir landsbyggðarmanna um flugvöll við miðborgina geti rutt úr vegi mikilvægum grundvallarhagsmunum borgarinnar. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá.

Reyndar held ég einnig að hagsmunir landsbyggðarinnar felist í að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Þannig kemst á beint flug til og frá útlöndum með millilendingu í Keflavík.

Við það myndi rekstrargrundvöllur innanlandsflugsins væntanlega styrkjast. Fargjöld gætu lækkað og hættan á að flugleiðir innanlands yrðu lagðar niður minnka.

Þannig myndaðist tækifæri til að fá fleiri erlenda ferðamenn út á land auk hagræðis fyrir Íslendinga á leið til útlanda.

Að lokum þetta: Flest flugsys eiga sér stað í lendingu eða flugtaki. Það er því ótrúlega glannalegt að hvorutveggja skuli eiga sér stað yfir Alþingi Íslendinga.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 14:46

9 identicon

Mér finnst einnig að það eigi að banna ökukennslu innan borgarmarka þar sem líkurnar á slysum eru svo miklar. Einnig á að banna reiðhjól og flest farartæki vegna slysahættu sem af þeim kunna að valda. Einnig ætti að banna fólki í hjólastólum að vera ekki að flækjast fyrir gangandi vegfarendum. Einnig finnst mér að það eigi að setja bann á Alþingi sem er einn stærsti slysavaldurinn á öllu því sem skeður á Íslandi. Best væri líka að banna fjandans sjúkrahúsið svo öllum líði vel.Einnig ætti að banna fólki að vera á móti hverju sem er. Þeir sem eru ekki sammála, banna þá líka. Bönnum bara allt. Þá fyrst verður fólk ánægt. Engin framför í einu né neinu og allir hamingjusamir.wink

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband