Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg atburðaðarrás í Framsókn.

Þetta er náttúrulega orðið efni í farsa. Öruggt að þeir sem gera áramótaskaupið geta nýtt sér þetta efni.

Ef við bara horfum á síðustu daga. Það er haldinn auka þingflokksfundur. Hann stendur lengi. Út af honum koma allir svo sáttir og lýsa stuðningi við núverandi formann. Og Sigmundur bara hoppandi kátur með það.

Síðan 2 tímum seinna birtist varaformaður og forsætisráðherra í beinni að norðan og tilkynnir að hann ætli að bjóða sig fram gegn Sigmundi og m.a. vegna þess að hann sé búinn að missa tiltrú innan og utan Framsóknar.

Síðan hafa komið margir þingmenn og lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga. Skv. því hefur þeim snúist hugur á nokkrum klukkustundum. Eins talað um að þetta hafi verið viðvarandi síðan í vor.

Held að þingmenn og fleiri séu löngu búnir að átta sig á því að það eru engir sem vilja vinna með Sigmundi Davíð. Bjarni sé búinn að gefast upp á því og aðrir flokkar orðnir langþreyttir á vinnu með honum. M.a. skort á samvinnu, samstarfi og almennum leiðindum. Sigurður Ingi hefur sýnt það að honum gegnur betur að ná samningum við aðra og vinna með öðrum.

En það sem truflar mann er að það er bara alls ekki verið að segja okkur satt um hvað gengur á og fólk jafnvel lýgur um stöðuna því útkoman síðustu dag er engu samræmi við það sem haldið hefur verið að okkur og Framsókn er held ég klofinn flokkur og valdabarátta þar í botni þessa dagana.


mbl.is Enginn maður er stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú veist þetta Maggi minn! Sigmundur færði hinum almenna kjósanda meira en peningaelitan þoldi og hugðist halda áfram. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2016 kl. 01:33

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það er nú samt farið að læðast að manni sá grunur, að um tilbúna atburðarás sé að ræða. Ég myndi ekki hrökkva í kút ef SDG hætti við framboð á síðustu stundu, allir fallast í faðma, góði gæinn SIJ taki við formanninum. það þarf engan snilling til þess að sjá það, að hafa SDG sem formann gengur ekki fyrir framsókn, því blæs PR fólk upp farsa, því stærri, því betra, því meira umtal, sem síðan hefur "góðan" endi eins og í góðu ævintýri. Með þá von, að nýji prinsinn(sá góði) geti gifst prinsinum í hinum stjó.flokknum eftir kostningar.   

Jónas Ómar Snorrason, 25.9.2016 kl. 07:58

3 identicon

Ef þú berð þennan "farsa" saman við farsann þegar Sigríður Ingibjörg fór fram gegn sitjandi formanni með dags fyrirvara og eftir hildarleikinn varð formaður Samfylkingar, "Árni eitt athvæði", hvor finnst þér þá fyndnari?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 10:29

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér virðist það vera þannig, að meginþorri framsóknarmanna vilja að SDG fari.  Vegna þess aðallega að þeim langar ekkert að ræða Wintris alla kosningabaráttuna.

En SDG neitar að fara.  Hann segir bara nei.

Þá fer þetta náttúrulega á áður óþekkt ruglstig hjá þeim framsóknarmönnum, kallagreyjunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2016 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband