Leita í fréttum mbl.is

Sýnist skv. þessu að Vigdís sá að átta sig á að hún var aldrei í Framsokn :)

Það kæmi manni ekki á óvart að henni hafi verið haldið fyrir utan svona viðkvæmt mál:

„Þegar hún kem­ur fram hjá Sig­urði Inga á þing­flokks­fund­in­um á föstu­dag­inn, þessi lýs­ing sem þú ert að lýsa frá því í apríl 2016, þá kom það mér al­gjör­lega í opna skjöldu því mér hef­ur greini­lega verið haldið fyr­ir utan þessa at­b­urðarás og þetta plott. Því ég eig­in­lega vissi aldrei hvað var um að vera á þess­um þing­flokks­fundi í apríl 2016 og mig vant­ar enn mörg púslu­spil til að átta mig á því hvað gerðist þenn­an dag,“ seg­ir Vig­dís.

Vig­dís seg­ir aug­ljóst að þenn­an ör­laga­ríka dag í apríl hafi eitt­hvað átt sér stað á bakvið tjöld­in, en neit­ar því að þing­flokk­ur­inn hafi verið bú­inn að koma sér sam­an um fram­haldið.

„Nei, þing­flokk­ur­inn var ekki bú­inn að ákveða neitt,“ seg­ir hún við full­yrðing­um Sig­urðar Inga. „Þetta voru ein­hverj­ir aðilar í kring­um hann sem voru bún­ir að ákveða að at­b­urðarás­in yrði svona.“


mbl.is Brigsl, svik og óheiðarleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hluti af þingflokki framsóknar, virðist ekki vera búin að gera sér grein fyrir aðförinni, sem sett var í gang gegn sínum foringja, af Svíum með hjálp RUV. Foringja sem hefur komið meiru í verk í kjarabótum til Íslendinga, heldur en nokkur annar maður í sögu Íslenskra srjórmála í seinni tíð.Foringi sem kom inn í pólitík, og gerði það sem hann lofaði að gera, að bjóða hrægammasjóðum birginn,eftir eftirgjöf Steingríms á öllum sviðum, og bjarga Íslenskri þjóð frá örbyrgð á komandi árum, og Icesave sem hefði riðið þjóðinni að fullu.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 15:11

2 identicon

Í pólitík er lélegt lím,

losna vill um höftin þá,

Vigga hremmdi greyið Grím,

í gandreið - ofanfrá! cry

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/05/14/thegidu-hattvirtur-thingmadur-vigdis-hauksdottir/

Þjóðólfur í Framsóknarskarði (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 15:44

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það virðist vera þannig, að nokkrir framsóknarmenn, hugsanlega þó nokkuð margir, afneiti hreinlega ,,Aðförinni".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2016 kl. 15:44

4 identicon

Jæja núna eru það svíar með "aðstoð RÚV" sem eru með aðför að SDG. ég held að menn eigi að reyna að átta sig á að SDG var einfær um að sjà um sína eigin aðför. Alþjóða samtök blaðamanna fengu þessar upplýsingar og er einvörðungu íslenskir ráðherrar í Panama skjölunum

Thin (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 16:16

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Ólafur.

Er þá ekki morgunljóst að sitjandi forsætisráðherra hljóti að vera lykilmaður í þessari meintu "sænsku RÚV-aðför"?

Þið hljótið að þurfa að taka samsæriskenninguna alla leið!

Er það ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2016 kl. 18:22

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Maggi minn. Þetta er nú meira fjölmiðla-ruglið allt saman. Eru ekki allir fjölmiðlar og Íslendingar almennt komnir í heilan hring, og rúmlega það í umræðunni? Mér sýnist það.

Vissulega var þessi sjónvarps-útsending alveg óverjandi aðför og mannorðsmorðs-tilraun að Sigmundi Davíð þarna í vor. 

En það er margt sem ekki passar í þróun þessara mála, eftir það.

T.d. er mjög undarlegt að varla nokkrum einasta fjölmiðli eða einstaklingi virðist finnast nokkuð athugavert við að Sigmundur Davíð fór á Bessastaði til að rjúfa þing, án þess að hafa samráð við þingflokksfélagana? Samkvæmt orðum Höskuldar Þórhallssonar, að Sigmundi viðstöddum. Sigmundur bar þau orð ekki til baka eða mótmælti þeim á nokkurn hátt?

Hvernig í ósköpunum getur Sigmundur Davíð verið áfram formaður flokksins, eftir að Höskuldur Þórhallsson sagði frá þessari feluleikja-þingrofsferð hans á Bessastaði? Hver er eiginlega ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar? Er ekki kominn tími til að draga slíka ráðgjafa-svikara til ábyrgðar?

Og Gunnar Bragi Sveinsson ver Sigmund til formanns, og ásakar Sigurð Inga Jóhannsson um svik? Gunnar Bragi Vodafon-leynifundar-LÍÚ? Sakar aðra um leynimakk? (Vodafon-lekamálið sem ekkert hefur verið gert í að upplýsa)?

Það er öllu snúið á haus í umræðunni.

Og ekki virðist nokkrum manni detta í hug að það sé siðferðislega óverjandi að fara á bak við allan þingflokkinn, í svo stórri ákvörðun sem beiðni um þingrof í raun er?

Hvernig eiga þingflokksfélagar að geta treyst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir það?

Það eru þessi óheilindi sem eru alvarlegust í sambandi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, en ekki þessi fjandans Panamaskjala-bull-umfjöllun með tilheyrandi fjölmiðlabrellum!

Það getur enginn verið formaður þingflokks, sem hefur farið svona á bak við þingflokksfélagana. Gunnar Bragi Sveinsson viðist ekki skilja það, frekar en fjölmargir aðrir.

Það er mér alveg óskiljanlegt, hvernig siðleysið og blindandi leynifunda-foringjaræðis-dýrkun virðist vera algjör í samfélaginu. Og það hjá sumum ólíklegustu einstaklingum, sem gefa sig út fyrir að vinna fyrir réttlæti og siðferðislega verjandi sjónarmið?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2016 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband