Leita í fréttum mbl.is

Hvað eiga menn við þegar þeir segja á útlendingar aðlagist ekki okkar menningu?

Maður heyrir þetta í umræðunni víða. En hvað eiga menn við?

  • Sumir tala um að fólkið tali ekki Íslensku. En ég man þá tíð þegar ég var lítill fyrir mörgum áratugum að þá voru hér útlendingar sem höfðu komið í kjölfar stríðsins og þeir töluðu mjög óskýra íslensku þannig að maður skildi þau varla. En voru samt hinir bestu borgarar og færðu okkur ýmsa þekkingu og færni sem við höfum nýtt okkur síðan.
  • Sumir tala um að í smáatriðum hegði þau sér öðruvísi en dæmigerður Íslendingum. M.a. að sumar erlendar konur séu með slæður. Man þá tíð fyrir ekkert mjög löngu síðan að allar eldri konur og jafnvel yngri voru með slæður hér.
  • Sumir tala um að þau borði ekki Svínakjöt. Það eru margir Íslendingar sem borða það ekki heldur. Og sumir borða bara ekkert kjöt.
  • Það er talað um að þau hegði sér öðruvísi biðji oft á dag og þurfi að snúa á ákveðna átt. Fyrirgefið en hvað hefur það með menningu okkar að gera. Hér býr fólk sem biður aldrei til Guðs. Hér eru trúleysingjar, ofurtrúaðir og allt þar á milli. Þetta er eins með múslima og okkur sem hér erum fædd.
  • Einu sinni ekki fyrir mörgum árum var stefnan hér á landi að loka þroskahamlaða og fatlaða inn á stofnunum, afgirtum til að að við sem erum "eðlileg" þyrftum ekki að horfa á svona frávik eða deila kjörum með þeim. Einu sinni voru blökkumönnum á Keflavíkurflugvelli bannað að fara út fyrir girðingu á meðan hvítir fengu það. Þetta bara bara vegna hræðslu sem átti sér engar rökrænar skýringar.
  • Það er verið að tala um glæpi og hryðjuverk sem fylgi múslimum. Held að heimiliserjur og drykkja okkar Evrópubúa valdi 90 eða kannski 99% fleiri dauðföllum á almennum borgurum. Og hér á landi hefur sambúð trúarfélaga gengið bara vel og ég t.d. vissi ekki fyrr en þetta fór að komast í fréttir að múslímar væru búnir að hafa bænaaðstöðu í áratugi hér án þess að það hafi truflað einn né neinn utan söfnuðarins.
  • Það hefur alltaf verið hópur sem vill ekki útlendinga hingað. Og sérstaklega ef þeir líta ekki nákvæmleg út eins og við. Þetta átti við um fólk frá Víetnam, Thailandi, Filippseyjum, Austur Evrópu, Fólk frá Afríku og svo framvegis. En hræðsluáróður þessara hræddu Íslendinga hefur sjaldnast verið reistur á staðreyndum eða reynslu. Flestir þessi einstaklingar sem hingað hafa komið hafa reynst okkur drjúgir t.d. að byggja he´r upp, í ferðaþjónustu og bara út um allt.

Ísland hefur á síðustu árum orðið með auknum samskiptum við heiminn fjölmenningarsamfélag þar sem býr fólk af ýmsum uppruna og með ýmsa siði. En um leið er landið með fremstu þjóðum í mannréttindum og lýðræði sem byggir á 1000 ára hefð. Við förum t.d framarlega í mannréttindum samkynhneigðra, kvenna og bara almennt. Þá eru við í þróun við að vinna að réttindum fatlaðra og gera þá virka og sýnilega í samfélaginu. Við eigum að vera framarlega í verkalýðsmálum og svona væri hægt að halda áfram.

Við eru blessunarlega laus undan boðvaldi kirkjurnar sem stjórnaði og tók þátt í kúgun með stjórnvöldum hér um aldir. Og kirkjan hefur þar með breyst fyrir þá kristnu og hefur minna veraldlegt vald.

Við höfum hér lög um réttindi og skyldur borgarana sem allit eiga að fara eftir og því skil ég ekki þessa hræðslu fólks mið fjölmenninguna. Við Íslendingar erum stolt af landinu okkar og við hættum því ekkert þó hingað flytji fólk sem vill setjast hér að. Það kemur flest með eitthvað með sér inni í menninguna sem við græðum á. T.d. fjölbreytnin í matargerð. Þá hafa þau einnig séð til þess að störf sem við viljum ekki vinna séu unnin eins og þrif og annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eru blessunarlega laus undan boðvaldi kirkjurnar sem stjórnaði og tók þátt í kúgun með stjórnvöldum hér um aldir. Og kirkjan hefur þar með breyst fyrir þá kristnu og hefur minna veraldlegt vald.

Taktu orðið "kirkja" og skiptu því út með orðinu "trúarbrögð", og ætli það sé ekki í raun þetta, sem er hjarta málsins.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 12:25

2 identicon

Hafna ber trúarbrögðum sem eru andstæð Stjórnarskrá Íslands.  65.gr Stjórnarskrárinnar kveður á um jafnrétti kynjanna, og trúarbrögð sem samþykkja ekki jafnrétt kynjanna, á að banna á Íslandi. Held að við verðum að koma upp Stjórnlagadómstól, til að farið verði eftir Stjórnarskránni, því miður.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 13:26

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Magnús ég er ekki viss um að þú skiljir en að bjóða fólki til landsins sama hverra trúar það er þá ert þú að skuldbinda þig um að sjá um það til eilífðar. Komum við upp múslímasamfélagi hérna þá er það fólk sem við verðum að lifa með í næstu hundruð ár og þau eignast sinn hlut í landi og auðæfum þess.

Myndir þú vilja gefa eignir þínar einhverjum eða hverjum sem er.

Ég er bara of nískur á að gefa fólki sem kemur frá allt öðrum heimshlutum sem getur ekki lifað í sátt og samlindi og hefir aldrei geta það. Við getum það ekki heldur og það á Ísland,

Valdimar Samúelsson, 2.10.2016 kl. 15:37

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Valdimar, á hverjum degi fæðast börn á Íslandi. Ertu á móti því að við gefum þeim hlutdeild í landinu okkar og auðæfum. Hvers konar eiginhagsmunahyggju ert þú haldinn. Varðandi efni bloggfærslunnar þá er það alveg ljóst í mínum huga að það að taka vel á móti fólki og leggja áherslu á að kenna því íslensku er mikli betra en að hatast við það ef við viljum að það aðlagist sem best og það kemur í veg fyrir árekstra. Gefum þessu fólki öll þau tækifæri í íslensku samfélagi og við höfum sjálf.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.10.2016 kl. 16:51

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Spurning pistilhöfundur notar sem fyrirsögn er furðuleg, það er auðvitað hverjir eru útlendingar. 

Þeir sem ekki eru með íslenskan ríkisborgararétt eru útlendingar. Þetta ætti pistilhöfundur að vita.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.10.2016 kl. 18:58

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Lang flestum innflytjendum gengur ágætlega að aðlagast íslenskri menningu. En það er reynsla annarra ríkja að þeir útlendingar sem eru Múhameðstrúar og koma frá múslimaríkjunum í miðausturlöndum aðlagast seint og illa vestrænum menningarheimum. Gapið á milli hugmyndafræði vesturlandabúa og múslima er allt of stórt til þess.

Þórir Kjartansson, 2.10.2016 kl. 20:38

7 Smámynd: Snorri Hansson

Stór hluti greinarinnar er bull. T.d. :  Einu sinni voru blökkumönnum á Keflavíkurflugvelli bannað að fara út fyrir girðingu á meðan hvítir fengu það.

Það var enginn blökkumaður á vellinum um árabil vegna samningaum slíkt. !

Snorri Hansson, 3.10.2016 kl. 01:44

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já eða það :) Þ.e. við sömdum um að hingað kæmu ekki blökkumenn. Af því að stjórnvöld voru hrædd um afleiðingarnar af því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.10.2016 kl. 08:57

9 identicon

Einu sinni var bannað að eta hrossakjöt og hélst sá siður hér lengi.  Aldraður faðir minn man eftir því, frá æskuárum, að eldra fólk í sveitinni át ekki hrossakjöt og ældi matnum upp ef einhver narraði ofan í það þessu kjöti.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 09:57

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jósef og Magnús. Vitið þið ekki enn og löngu komnir úrbarnaskólum hvað orðið þjóð þýðir.

Þjóð-ar-ir er : Stór hópur fólks sem á sér sameiginlegt tungumál og menningu stundum sameiginlega sögulega arfleifð og minningar og býr oftast á samfeldu landsvæði við gagnkvæm innri viðskiptatengsl.

Sjáið Magnús og Jósef. Það hefir engin einstaklingur né hópur innan einnar þjóðar að brjóta niður þjóð sem býr og hefir búið eins og við Íslendingar í yfir 1000 ár.

Þeir sem gera það fremja landráð. Það að þjóðin sé það vitlaus að skilja það ekki að hér vaða landráðamenn uppi til þess að brjóta niður okkar þjóð er svo annað mál. 

Valdimar Samúelsson, 3.10.2016 kl. 10:04

11 identicon

Elska kaldhæðnina við það að sjá innflytjandan Valdimar rífast svona til að hindra innkomu annara innflytjenda.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 16:34

12 identicon

Elfar, það er engin þversögn við við að innflytjandi sé á móti því að fleiri innflytjendur komi til landsins. Að því gefnu að flölmenning valdi félagslegum skaða, sýnir það þvert á móti hollustu við samfélagið. Það sýnir að viðkomandi lítur svo á að Íslendingar séu sitt fólk og hagsmunir þeirra séu í fyrirrúmi. Hins vegar ef hann segir með sjáflum sér "fyrst ég er innflytjandi þarf ég að hjálpa þessum útlendingum að komast hingað inn, þó svo að það kunni að valda innfæddum ama", þá hefur hann í raun sagt að hann sé ekki Íslendingur, og útlendingar séu "hans fólk", og að skyldurækni hans renni til þeirra fyrst. Þetta ætti að vera augljóst.

Í öðru lagi: ef sambúðin milli fólks af ólíkum uppruna fer að versna, þá er sá hópur sem tapar mestu einmitt þeir innfytjendur sem hafa lagt mest kapp við það að samlagast. Þá eru þeir eins og milli steins og sleggju. Að því gefnu að aukin fjölbreytni í samfélaginu valdi meiri spennu er það einmitt nauðsynlegt að fyrirbyggja að fjölbreytni vaxi með þeim afleiðingum að samfélagsnetið fari að flosna upp. Þetta ætti líka að vera augljóst.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 23:08

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús Helgi.  Næsta spurning þín ætti að vera "hvað eiga menn við þegar þeir nefna útlendinga sem aðlagast okkar menningu".  Hinni er fullsvarað - og gott betur.

Kolbrún Hilmars, 4.10.2016 kl. 17:57

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jóhannes ég held að lögin um bann við að borða hrossakjöt sé ennþá í gildi, það er bara ekki farið eftir hrossakjötsátu lögunum.

Afi minn gat borðað hrossakjöt og þótti það gott áður en hann vissi að það var hrossakjöt sem hann var að borða. En um leið og honum var sagt að það var hrossakjöt sem hann var að borða þá fór hann á klósettið og ældi.

Svona er þetta, en mér finnst hrossakjöt ágætis matur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.10.2016 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband