Leita í fréttum mbl.is

Sá að Íslenska Þjóðfylkingin ætlar að aflétta viðskiptabanni á Rússa. Sem er merkilegt.

Aðallega er það merkilegt því við höfum ekkert sett neitt viðskiptabann á Rússa. Heldur voru það þeir sem settu viðskiptabann á okkur til að refsa okkur fyrir að styðja vopnasölu bann á þá vegna átaka í Úkraníu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Er ekki "heia Sverge" Saab-Baldur, aðal stuðnings-auglýsingaspjald Jóns Vals Jenssonar "kristni-hommahatara"?

Og rest af þessum undarlega flokki, er mér enn algjörlega hulin ráðgáta?

Vitið mitt hverju sinni verður ekki meir en almættisorkan veitir mér í velviljuðum og umbeðnum smáskömmtum. Guði sé þökk og lof fyrir það smáskammta-fyrirkomulag. Maður þolir ekki of mikið í einum visku-skammti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2016 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Láttu ekki eins og þú sért fæddur í gær, Maggi (þótt þú virkir á stundum þannig!).

Þetta er af rótum þíns bannsetta Evrópusambands, sem hefur áður gert okkur sitthvað illt -- eða a.m.k. reynt það! -- og vegna púra eymingjaskapar ráðamanna hér á landi, sem hafa svo sannarlega ekki staðið í lappirnar eins og þessi maður  gerði í okkar réttindamálum (og nú er ég ekki að mæla með hægri, heldur vinstri manni).

PS. Það er leitt að sjá hvernig frú eða fröken ASG gerir lítið úr sjálfri sér með því að viðhafa hér orð, sem hún á að vita, að enginn fótur er fyrir og þess vegna engin sönnunin heldur, þ.e.a.s. með því að kalla mig "hommahatara".

Mér sýnist hún eiga bara verulega bágt.

Jón Valur Jensson, 7.10.2016 kl. 05:17

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það þarf nú engan vitleysing sem er fæddur í gær til að sjá að til þess að aflétta viðskiptabanni á rússa þarf fyrst að setja það á.cool

Jósef Smári Ásmundsson, 7.10.2016 kl. 06:23

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En Íslendingar hafa einmitt sett viðskiptabann á Rússland. Að vísu nær það bann eingöngu til "vörutegunda" sem Íslendingar hafa aldrei flutt út, hvorki til Rússlands eða annara landa. Jafnframt settu Íslendingar "komubann" á valda Rússneska einstaklinga o.s.frv.

Sjá t.d. http://www.ruv.is/frett/island-tekur-thatt-i-vidskiptaadgerdum-esb

Það var síðan sem svar við þessu viðskiptabanni Íslendinga (og flestra annara Vestrænna þjóða sem og t.d. Evrópusambandsins) að Rússar settu innflutningsbann á íslenskar vörur.

Það er því ljóst að Íslendingar hafi ekki viðskiptabann á Rússa, eru annað hvort "fæddir í gær" eða byrjuðu að hugsa í gær, eða eru jafnvel ekki byrjaðir á því enn.

Þó má gefa þeim það "bein að naga" að segja að frekar sé um viðskiptaþvinganir en viðskiptabann að ræða.

En það var svo sem svar við þessu viðskiptabanni að Rússar settu innflutningsbann á ýmsar íslenska (og margra annara þjóða) matvöru.

Hvort að því banni yrði aflétt ef Íslendingar afléttu sínu banni er erfitt að fullyrða um.

En hitt er svo að þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum gegn Rússum er að mínu mati fyllilega réttlætanleg.

Rússar réðust inn í nágrannaland og hafa innlimað hluta þess. Það á ekki að líða án mótaðgerða.

En það má einnig líta til þess að líkurnar á því að það gangi til baka, eru næsta litlar svo gott sem engar. Enda sýna flest Evrópusambandslönd sig nú orðið reiðubúin til þess að sætta sig við það ofbeldi.

Refsiaðgerðir Rússa virðas virka mun betur, enda virtust "Vesturlönd" reyna að passa sig að "banna" ekkert sem gæti komið Rússum verulega illa.

Reyndar var markmiðið einnig að gera ekkert sem gæti komið þeim sjálfum verulega illa, en Pútin sá við því með sínum refsiaðgerðum.

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2016 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband