Leita í fréttum mbl.is

Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þurfa félagslega aðstoð skv. þessu!

Garðabær hefur legið undir ámæli fyrir að leggja ekki mikið til félagslegrar þjónustu í bænum. Þannig á bærinn tæpar 3 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa meðan Reykjavíkurborg á 16 íbúðir á hverja þúsund íbúa.

Og síðar í þessari grein segir:

„Ég hef ekki heyrt um leiguíbúðir í eigu Garðabæjar (í Reykjavík) en ég hef heyrt ráðgjafa hjá félagsþjónustunni halda því fram að fólk hafi fengið peninga hjá Garðabæ til að greiða tryggingu fyrir leigunni með því skilyrði að það fari úr bænum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en okkur hefur fundist sem Garðabær og mörg önnur nágrannasveitarfélög séu að sleppa billega frá velferðarþjónustunni,“ segir Elín Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Og upplýsingafulltrúi Garðabæjar segir

Guðfinna staðfestir að skjólstæðingar félagsþjónustunnar eigi rétt á fjárhagsaðstoð eða styrk til að stofna heimili einu sinni á ævinni og einnig láni vegna fyrirframgreiddrar húsaleigu. Ekki sé gerður greinarmunur á því hvort fólk vilji búa annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.“

Textinn hér að ofan er af frettatiminn.is

Og ég bendi á að þarna hafa sjálfstæðismenn stjórna frá upphafi. Og það hefur verið umrætt í samfélaginu að þeir hafa leytast við að koma af sér fólki sem þarf félagslega aðstoð um árabil. Svo er ráðist reglulega á Reykjavíkurborg fyrir að hún geri ekkert. Nægit t.d. að benda á umræðu um útigangsmenn og gistiskýli fyrir þá. Hvar annarstaðar á landinu eru gistiskýli? Og af hverju heldur fólk að fólk í félagslegum vandamálum og fátækt leiti svona mikið til borgarinnar. Það er af því að önnur sveitarfélög hálf ýta þeim þangað. Og þetta eins og Garðabær gerir að styrkja fólk til að flytja og leigja sér í Reykjavík er náttúrulega til þess að flytja vandamálin yfir á aðra.


mbl.is Biður bæjarstjóra Garðabæjar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband