Leita í fréttum mbl.is

Blogghetjan Ásta Lovísa orðin fárveik

Nú síðustu mánuði hafa flestir heyrt af henni Ástu Lovísu og baráttu hennar við krabbamein. Hún aðeins um 30 og á 3 börn. Hún kom í fjölmiðlum þar sem hún ræddi opinskátt um veikindi sín og baráttu sinni fyrir bata. Nú síðustu vikur hefur sjúkdómurinn hert á sér og von um sértæka meðferð í Bandaríkjunum brást þar sem að þeir töldu krabbamein hennar komið á það stig að það væri ekki hægt að meðhöndla það. Og nú liggur hún orðin fárveik á sjúkrahúsi. Það þyrmir yfir mann þegar svona hendir svona unga baráttukonu. Fjölskylda hennar hefur mátt þola ýmislegt þar sem að vestfirska heilablæðingagenið er í henni og margir í ættinni deyja á besta aldri.

Vegna þess hve dugleg hún hefur verið að blogga finnst manni að maður þekki hana en það er samt bara bloggið og viðtölin sem valda því að ég veit að hún er til. Það sem hún hefur sagt og skrifað hefur vakið mann til umhugsunar um hve dagleg vandamál manns eru ómerkileg í þessu samhengi.

Þrátt fyrir að vera fársjúk þá sér hún en um að aðrir setji fréttir af sér inn á bloggið. Það má sjá hér á http://www.123.is/crazyfroggy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband