Leita í fréttum mbl.is

Gunnar varla orðinn þingmaður ennþá!

Þetta er nú það sem skeður þegar valið er í ráðuneyti. Ef að Ingibjörg hefði valið Gunnar hefði verið erfitt að uppfylla það markmið að hafa jafna tölu karla og kvenna. En það má líka benda á að margir aðrir sem bæði eru valdir og og ekki nú eru með mun meiri reynslu en Gunnar. Finnst reyndar að Katrín hefði kannski átt rétt á ráðherrrastól þar sem hún lenti í 2 sæti en þá er til þess að horfa að Þórunn sóttist eftir 1 sæti í prófkjöri og Gunnar hafði betur en við það lent i Þórunn í því 3. Hún hefur hinsvegar reynslu af umhverfismálum og hefur sinnt þeim á síðusta kjörtímabili. Mörgum hefði þótt gengið framhjá reynslu hennar þar ef Gunnar eða Katrín hefður verið valin í þetta embætti. Gunnar hefur náttúrulega ekki setið á Aþingi áður. Því verður bara að segja að Ingibjörg átti erfitt val en horft til reynslu Þórunnar af þessum málaflokki. Gunnars tími mun sjálfsagt koma en ekki ef hann er að hinta svona um að hann sé ekki sammála flokksforingjanum eins og lesa má út úr þessum orðum:

„Hann segist ekki vilja gefa upp um afstöðu sína til þessarar niðurröðunar."

Ekki skemmtilegt að byrja þingferilinn á því að gefa færi á sér sem einhver sem lítur mjög stórt á sig og eigi því forgang að embættum á vegum flokksins.

Frétt af mbl.is

  Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Innlent | mbl.is | 23.5.2007 | 17:10
Gunnar Svavarsson. Gunnar Svavarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosingunum, segist í samtali við Fjarðarpóstinn hafa sóst eftir ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en hann hafi samþykkt tillögu formanns flokksins um ráðherraefni.


mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þjóðin hefði ekki tekið vel í að þessi óþekkti Gunnar yrði umhverfisráðherra. Þórunn nýtur trausts og mun verða stórkostleg í þessu embætti. Og núna veit maður allavega eftir hverju Gunnar sækist og hvað hann telur sig eiga inni fyrir það eitt að vera karlmaður. mjög góður pistill hjá þér.

halkatla, 24.5.2007 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband