Leita í fréttum mbl.is

Þjónusta VÍS og gildi þessara trygginga sem maður er að borga fyrir

Ein smá reynslusaga af samskiptum við tryggingarfélag!

Nú um daginn lenti ég í því að dóttir mín var í heimsókn hjá ömmu sinni sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að henni og vinkonu hennar sem var hjá henni tókst að hella gosi yfir fartölvu ömmu hennar. Og í framhaldi af því þá kviknar ekki á skjánum á tölvunni. Það var hringt í mig og ég sagði ömmu hennar að vera róleg þar sem að ég sé búinn að vera með heimilis og fjölskyldutryggingu heil lengi og nú sé meira segja búið að uppfæra hana í F+ Kaskó. Og ég hringi bara í þá og þessu verði kippt í liðinn.

Jú svo hringi ég í VÍS daginn eftir og þá er mér bent á að ég þurfi að sækja eyðublað á netinu og fylla út sem er allt í lagi og koma með til þeirra sem ég geri. Og við það að skila þessu inn er mér sagt að ég geti kannað afgreiðsluna strax daginn eftir, sem ég geri. Þá er engin svör að hafa. Daginn eftir er ekki búið að úrskurða um þetta. Daginn eftir það ekki heldur. Næsta dag er mér vísað á einhverja skrifstofu manns varðandi ábyrgðartrygggingar. Hann getur ekki tekið síma og mér boðið að skilja eftir skilaboð og hann hringi. En ég heyri ekkert frá honum.

Loks þá hringi ég daginn eftir í þjónustuverið og þá bendir sú sem þá svarar að VÍS borgi þetta ekki ef að amman sé með heimilistryggingu. Það sé allaf kannað hvort að aðili sem verður fyrir tjóni sé með tryggingu sem gæti hugsanlega dekkað þetta. Ég spurði hvort að það væri virkilega að tjónþoli ætti að fórna hugsanlegum bónusum og jafnvel þurfa að taka á sig sjálfsábyrgð vegna tjóns sem dóttir mín ylli. Og jú viti menn svo er. Þá spurði ég af hverju  enginn hefði haft fyrir að segja mér frá þessu í öllum þeim símtölum sem ég hafði hringt til þeirra. Hún vissi það ekki.

Eins þá fór ég að velta fyrir mér af hverju sölumenn trygginga segðu manni ekki frá þessu þegar þeir væru að selja manni viðbætur við tryggingar sem manni skilst að eigi bara að bæta allt.

En í framhaldi af þessu þá mundi ég eftir máli sem ég  leitaði til þeirra með fyrir nokkrum árum þar sem að stolið var út bíl hjá mér. En bílnum var stolið og þegar hann fannst var horfið úr honum m.a. Íþróttadót og fleira. Ég tilkynnti þetta til þeirra og þeir vildu fá skýrslu frá lögreglu sem ég lét senda. Eftir það reiknaði ég með að haft yrði samband við mig og beið rólegur, svo rólegur að ég gleymdi þessu og ekkert var haft samband og hefur ekki verið gert enn. Konan benti mér á að svona mál þyrfti ég sjálfur að ýta á eftir og sækja því að þau réðu bara ekkert við að sinna þessu öllu að eigin frumkvæði.

Svo er restin af samtali mínu við VÍS ekki eftir hafandi nema að ég sagði að svona trygging hefði bara ekkert upp á sig! Þó ég hafi orðað það ekki svona pent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskaðu eftir yfirliti á tryggingum þínum hjá VÍS og sendu á önnur félög með ósk um tilboð. Hef svipaða reynslu að segja af þessu félagi.

neytandi (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir upplýsingarnar. Já ég er að hugsa mér til hreyfings. Lét aumingja konunna heyra það að ég færi með mín viðskipti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband