Leita í fréttum mbl.is

Alveg er þetta dæmigert fyrir Kópavogsbæ

Kópavogur mitt sveitarfélag er nú að verða frægt af afbrigðum fyrir framgang bæjarfélagsins gagnvart náttúrunni. Það er ráðist í gegnum skóg í heiðmörk og á fleiri stöðum og helst á allstaðar að byggja og steypa. Þannig að þessar fréttir um að yfirborðsvatni frá iðnaðarhverfi sé hleypt óbeislað beint í Elliðaárnar kemur mér ekkert á óvart. Flestir aðrir hefðu nú gert þessa settjörn fyrst en ekki Kópavogur. Hann reynir að komast upp með það að hleypa menguðu vatni í Elliðaárnar eins lengi og enginn fattar það.

Frétt af www.mbl.is

„Ef þessar fréttir reynast réttar er þetta kjaftshögg fyrir okkur," segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri mengunarvarna hjá Reykjavíkurborg, sem síðdegis í gær barst ábending um mengun í Elliðaánum. Vart hefur orðið mengunar í Elliðaánum að undanförnu, sem m.a. birtist í grunsamlegum vatnslit á ánum og telja sumir sig geta greint olíubrákir niður eftir þeim.

Að sögn Arnar verður það hans fyrsta verk að kanna málið í dag og bregðast við eftir atvikum. Segir hann óviðunandi ef rétt reynist að mengun berist í árnar úr öðru sveitarfélagi, ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg hafi á umliðnum árum eytt ómældum tíma og fjármunum í að halda Elliðaánum hreinum, t.d. með því að koma upp settjörnum sem taka við yfirborðsvatni svo það mengi ekki árnar. „Ég óttast að svona mengun geti haft áhrif á dýralífið í ánum."

Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, sem starfar að umsýslu fasteigna hjá OR, er annars vegar um að ræða rör frá iðnaðarhverfi í Kópavogsbæ sem liggur út í ána skammt frá Breiðholtsbrú, en með því berist sjóðandi heitt vatn og "önnur óþekkt efni", eins og hann orðar það. Hins vegar sé um að ræða rör sem liggi frá bílaþvottastöð skammt frá Sprengisandi, en við ákveðin skilyrði berist sápa þaðan út í árnar. Aðspurður segir hann ástandið hafa verið svona í tæpt ár og hann hafi ítrekað sett sig í samband við Kópavogsbæ til að benda mönnum á málið en án viðbragða.

Settjörn væntanleg

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar, staðfesti að yfirborðsvatn úr neðsta hluta iðnaðarhverfisins í Urðarhvarfi rynni út í Elliðaárnar, en tók fram að ekki væri um skólp að ræða. Sagði hann fyrirhugað að koma upp settjörn síðar á þessi ári til þess að taka við þessu yfirborðsvatni. Sagði hann af og frá að heitt vatn flæddi út í árnar frá Kópavogsbæ, enda væri tvöfalt kerfi í hitaveitunni í Vatnsenda, sem tryggði það að allt heitt vatn rynni til baka til hitaveitunnar. Aðspurður sagðist hann þess fullviss að dýralíf Elliðaánna hefði ekki hlotið skaða af yfirborðsvatninu sem flætt hefði í árnar, enda hefði það verið í svo litlu magni, og að það hefði verið ástæða þess að ekki hefði þótt ástæða til að koma upp settjörn fyrr.


mbl.is Mengun í Elliðaánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég nefndi jú eina sem er að byggja nauðsynlegar mengunavarnir áður en iðnaðarhverfi er sett af stað. Eins og t.d. þessa settörn þar sem að að vatnið losnar við þessi úrgangsefni. Það er vissulega líka ekki til prýði en næst við það væri að skikka bæjarfélög til að reysa hreinsistöðvar sem hreinsuðu þetta yfirborðsvatn sem er alltaf mengað af t.d. bara malbiki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.5.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband