Leita í fréttum mbl.is

Allar þessar grafir og nær enginn árangur

Öfgatrúarmaðurinn Bush hefði kannski átt að hugsa um þetta áður en hann hóf allar þessar aðgerðir gegn ríkjum við botn Miðjarðarhafs og nágreni. Þarna liggja nú grafnir hermenn í hundruðaþúsunda tali sem hafa fallið fyrir furðulegan málstað Bandaríkjanna en eina sem þetta hefur skilað er ótryggari heimur auk þess sem heilu þjóðirnar sameinast í hatri á Bandaríkjunum. Væri kannski stundum betra að sitja heima en að halda hinumegin á hnöttinn til að heygja stríð sem svo koma í ljós að snúast mest um hagsmuni fyrirtækja og auðmanna í Bandaríkjunum.

En Bush sagði:

Bush flutti ávarp eftir að hafa lagt blómsveig við grafhýsi óþekktra hermanna og hitt fjölskyldur nokkurra hermanna sem hafa fallið við skyldustörf. Í ávarpinu sagði Bush að stríðin í Írak og Afganistan væru örlög Bandaríkjanna. Hann sagði stríðin vera hluti af ríkri hefð svipaðra bandarískra fórna sem landið hefur þurft að færa í gegnum söguna.

Og síðan

Bush talaði um þá rúmlega 368.000 hermenn sem hvíla í garðinum. „Ekkert sem sagt verður með orðum mun lina ykkar þjáningar. En hver og einn ykkar verður að vita að þjóðin í þakkarskuld við ykkur og við fögnum ykkur og við munu aldrei gleyma þeim mikla missi sem þið hafið mátt þola.“


mbl.is Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband