Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing dagsins

Var að koma frá því að fylgja dóttur minni upp Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hún er að fara í fyrstu ferðina eins síns liðs til útlanda. Vegna sérstakra aðstæðna komst hún ekki fyrir viku með vinkonu sinni til Ítalíu og til að missa ekki alveg af þessari ferð sem hún var þó búin að borga þá notuðum við www.dohop.is (sem ég mæli með) og bókuðum ferð fyrir hana til Feneyja. En þetta var ekki það sem ég ætlaði að fjalla um.

Sem sagt þegar ég sá á eftir henni inn fyrir brottfararhliðið fór ég að hugsa:

Fyrst var það kannski hvað tíminn hefur verið fljótur að líða. Dóttir mín er orðin 18 ára. Hún er orðin sjálfráða og kominn með bílpróf og nú á leið ein síns liðs í ferð sem vonandi skilar henni í kvöld til Bibione. Og við þetta tækifæri datt ég í að hugsa hvernig þessi 18 ár hafa gengið fyrir sig milli okkar.

Ég hef frá því að hún var tæplega 2 ára verið í hlutverki forsjálausa foreldris hennar. Ég hef tekið hlutverk mitt alvarlega og reynt að standa mig eins vel og kostur er.

  • Ég hafði fram til að hún varð 15 eða 16 ára þá ánægju að hún var alltaf fast hjá mér aðra hvora helgi. Og þess á milli eins mikið og kostur var.
  • Ég miðaði helgarnar við það eins og kostur var að þær væru svona meira en minna miðaðar við hennar þarfir frekar en að mínar þarfir réðu ferðinni.
  • Ég hef í þau skipti sem ég hef þurft að leiðrétta hana beitt þeirri aðferð að tala við hana sem jafningja og aldrei látið ósætti milli okkar vara lengi og aldrei yfir nótt.
  • Ég hef prentað inn í hana að hún geti alltaf leitað til mín þegar hún lendir í vandræðum og við leitum að lausnum saman.

Ég er semsagt að segja að í heild held ég að mér hafi tekist að rækja mitt nokkuð takmarkaða hlutverk í hennar lífi ágætlega. Og sérstaklega finnst mér vænt um að hún nú 18 ára kýs reglulega að koma enn til mín og gista. Og aldrei hef ég þurft kveðja hana öðruvísi en að við séum sátt.

Einhvertíma nú fyrir skömmu að kvöldlagi reiknuðum við það lauslega út að frá því hún var svona 3 ára og þar til að hún var 12 eða 13 ára þá fórum við um nær hverja einustu "pabbahelgi" í bíó og það gerðu svo um 250 skipti á 10 árum sem á núvirði með poppi og tilheyrandi gerir svona um 750 þúsund krónur. Þeim peningum var vel varið.

Þó kannski megi um það deila held ég að foreldrar mættu kannski meira móta sitt líf að því hlutverki sem þeir takast á við þegar þeir verða foreldrar. Það er kannski oft að við erum að reyna að móta börnin í einhverja mynd sem við viljum að þau séu frekar en að taka mið af þeirra óskum. Ef við fáum t.d. áhuga á golfi en börnin hafa hann ekki þá verðum við að passa að áhugamál okkar verði ekki svo ríkjandi að barnið upplifi sig að það neyðist til að taka þá í því eða að öðrum kosti  fara í pössun a.m.k. að  öðrum kosti vera lítið í samskiptum við foreldrana því þeir eru uppteknir af áhugamálum sínum.

Við megum ekki láta missætti eða ágreining vara áfram dögum saman. Við getum lent í þeirri aðstöðu að við gætum fallið frá eða að barning lenti í slysi og við sætum uppi með að hafa látið skapið hlaupa með okkur í gönur og eigum enga leið að vinna út því með barninu framar.

Þrátt fyrir að margir segi sjálfsagt að ég sé búinn að vera allt of eftirlátur við eldri dóttur mína þá er ég samt stoltur pabbi sem var rétt áðan að kyssa dóttur mína bless og hughreysta hana því hún á eftir að taka nokkur flug, leigubíla, lest og gönguferðir áður en hún vonandi sendir mér sms í kvöld þegar hún er komin á áfangastað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband