Leita í fréttum mbl.is

Þetta er náttúrulega hræðilegt. Bifhjólamenn hægið á ykkur!

Ég hef einmitt verið að hugsa um þetta þegar ég hef verið í umferðinni að undanförnu. Ég sé mikið af mótorhjólum á ferðinni. Mjög margir keyra bara eins og menn og fylgja umferðinni. En nokkur hópur rýkur fram úr manni vel á öðru hundraðinu. Og eins í umferðinni þá skjóta þeir sér á milli bíla með því að keyra á hvítu línunni og haga sér eins og um þá gildi einhverjar aðrar umferðareglur. Þetta leiðir náttúrulega til þess að hættan fyrir þá og aðra margfaldast.

Þá fer líka ofboðslega í taugarnar á mér að þeir sem eru á þessum motorcross hjólum eru farnir að nota göngustíga. T.d. vinn ég upp í Grafarholti og þar er mjög gott göngustígakerfi en við verðum að búa við það í göngutúrum að geta mætt þessum háværu hjólum sem eru að koma einhversstaðar ofan af Hellisheiði eða þar um kring og nota svo reiðstíga og hjólastíga til að koma sér heim. Gjörsamlega óþolandi.


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er óþolandi þegar hestamenn telja sig eiga slóða og stíga sem eru ekki merktir sem slíkir

HaM (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:23

2 identicon

Já það má kannski segja það. Ekki skortir í seinni tíð neitt á heimsku löggæslumanna við þessa eltingaleiki þeirra við meinta ökuníðinga. Þá fyrst er hætta á ferðum. Eru menn búnir að gleyma amerísku drossíunni sem vafðist utan um ljósastaurinn við Kópavogsbrúna í kring um 1972-76 ? Algerlega á ábyrgð löggæslumanna sá dauði. Hættið bíómyndaeltingarleik, hann er mun hættulegri en hann virðist í myndunum og endar alltaf mun verr en þar

Siggi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:31

3 identicon

Mikið er þetta heimskuleg athugasemd hjá þér Siggi. Eiga þessir menn að vera yfir lög og reglur hafnir og fá óáreittir að stofna sjálfum sér OG ÖÐRUM VEGFARENDUM í stórhættu án þess að nokkuð sé aðhafst vegna þess að ÞEIR gætu hugsanlega verið svo heimskir og sjálfselskir að virða ekki stöðvunarmerki lögreglu?? Það er ekki eins og þeir hafi verið keyrðir niður, þeir sáu alveg um þann hluta sjálfir. Stöðvunarmerki lögreglu þýðir að þú eigir að stoppa, punktur! og ef þú getur ekki drullast til að virða það þá verður bara að hafa það ef þú asnast til að drepa þig.

nn (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:00

4 identicon

Jú auðvitað eiga menn að virða stöðvunarmerki löggæslunnar. Það sem ég er að benda á er heimskulegur bófahasars eltingarleikur löggæslumanna þegar menn virða ekki bendingar þeirra. Hann eykur enn á þá hættu sem fyrir er.

Siggi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:45

5 identicon

Þannig að þú sem skrifaðir síðustu færslu!!!!! ef að löggan keyrir niður fjölskylduna þína , þá er það í lagi vegna þess að sá sem var að stinga lögguna af er heimskur ...nú get ég anda léttar úfff.....það eru til aðrar lausnir ...löggan á ekki sjens í þessi hjól...það þýðir ekki að elta sum þeirra....svo voru að koma ný lög , ef að þú ert tekin/n fyrir ítrekaðan osfsaakstur þá má gera ökutækið upptækt....segðu mér svo heldur þú að þeir stoppi , hvort sem þeir eru á bíl eða hjóli ???? eitt að lokum ....maður sem er að tala í síma,reykja og eða að leita að kveikjara á meðan hann keyrir og er að skipta um akrein......hvor er hættulegri í umferðinni ? Ég tek það fram ég er ekki að réttlæta hraðakstur eða segja að hann sé í lagi....gerðu það í framtíðinni að vera ekkert að tala um heimsku eða asnast til að drepa þig....þú segir ekki svona , þetta eru bara fordómar og ekkert annað.Fólk getur átt aðstandendur og það þarf að sýna fólki virðingu. 

Gísli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:46

6 identicon

Sammála nn. Það er ekki hægt að kenna lögreglunni um ef þú drepur þig á flótta af því að þú tímir ekki að borga sekt.

Hvernig haldið þið að umferðarmenningin yrði ef lögreglan myndi alltaf leyfa fólki að sleppa ef það virti ekki stöðvunarmerki?

Bikerboy (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:50

7 identicon

Gísli, þetta eru ekki fordómar heldur heilbrigð skynsemi og ég tala um það í framtíðinni sem mér dettur í hug að tala um, hversu mikið sem það kann að fara í taugarnar á þér. Ég veit þessir menn eiga aðstandendur og nú vill svo til að ég er aðstandandi annars þessara manna. Þrátt fyrir það get ég ekki vorkennt honum fyrir að hafa hagað sér svona heimskulega, hann gat engum um kennt nema sjálfum sér.

Að láta sér detta það í hug að ef löggan keyri niður fjölskyldu einhvers sé það í lagi vegna þess að sá sem stakk af er heimskur lýsir aðeins heimsku þess sem fær þá hugmynd. Þetta er ekkert annað en útúrsnúningur og vitleysa hjá þér Gísli. Í fréttinni er talað um mennirnir hafi ekki virt stöðvunarmerki lögreglu og síðar sjálfir keyrt á bíl saklauss borgara... Það er ekkert sem gefur það til kynna að eitthvað hafi verið athugavert við vinnubrögð lögreglu.

Ég tel líkurnar á því að lögreglumenn þjálfaðir í að stöðva för ökuníðinga, með blá blikkandi ljós og sírenur, keyri niður fjölskyldu mína vera MUN minni en að ökuníðingarnir keyri niður fjölskyldu mína fái þeir að aka um óáreittir. Því styð ég það að reynt sé að stöðva för þeirra.

nn (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:18

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Varðandi fyrstu athugasemdina hér efst. Mótorhjól eiga enga stíga eða slóða. Og sérstök motorcrosshjól númeralaus sem og með númer má ekki keyra utan vegakerfis nema á afmörkuðum brautum. Það getur verið að það séu takmarkanir á hvar má fara á hestum en ég hef ekki heyrt þær reglur.

Það sem ég var að pirra mig á er að flestir sem eru að nota þessa crossara fara með hjólin á kerrum að þessu svæðum. En svo eru svona labbakútar sem eru að keyra þetta á m.a. sérmerktum reiðvegum og fæla hesta, hræða börn og svo famvegis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.6.2007 kl. 10:26

9 identicon

Hver er sinnar gæfu smiður , því er ég sammála.Þegar fólki verður á í lífinu er það þá heimskt ? Stundum velti ég því fyrir mér hérna í bloggheimum hvort að enginn hafi verið tekinn fyrir of hraðan akstur eða brotið lögin á einhvern hátt ? Það er rétt hjá þér með útursnúning og vitleysuna.

Samt eitt sem ég verð að segja, af hverju fá bifhjólamenn næstum því alltaf neikvæða umfjöllun ? Ökuníðingarnir eru líka á bílum bara svona að minna á það . Eins og einn sagði með fellihýsin. Ég er 32 ára í dag , þegar ég var 16-17 ára þá fór ölvaður ökumaður yfir á rauðu ljósi inní hliðina á mér og ég þorði ekki að hjóla í ansi mörg ár eftir það.Heppinn að sleppa lifandi,það sem bjargaði mér var að í því landi sem ég tók prófið var kennsla í hvernig þú átt að hjóla,hvernig þú átt að bregðast við í ýmsum aðstæðum.

Á íslandi er ekki aðstaða til þess að kenna akstur í lokaðri braut eins og ég lærði að hjóla og keyra bíl.Fólki er almennt ekki kennt að taka ábyrgð hér á landi , það er alveg sama hvort að það sé í akstri eða lífinu yfir höfuð. Hvað heldur þú að það megi rekja vanr 

Gísli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:05

10 identicon

Hvað má rekja mörg slys til vanrækslu eða bara kunnáttuleysi....eins og þú veist og margir vita , þá eru oft menn að gera meira heldur en þeir kunna eða geta . Ég biðst afsökunar ef að ég hef verið dónalegur á einhvern hátt. Er bara orðinn þreyttur á því að vera dæmdur undir sama hatt og allir aðrir hjólamenn. Þannig að auðvitað fer ég í vörn eins og flestir myndu gera. Að lokum ég vill sjá hertari viðurlög við ölvunarakstri, t.d. er það þannig í Japan, ef að þú ert tekinn ölvaður á ökutæki, þá verður þú að selja ökutækið þitt ef að þú missir prófið. Fangelsisvist og kærður fyrir tilraun til manndráps í USA.  

Gísli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:13

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta með umfjöllunina er náttúrulega vegna þess að þó að megnið af fólki sé bara að keyra í umferðinni á sínum hjólum skv. umferðarreglum þá eru þarna inn á milli menn sem ráða ekki við að vera á tækjum sem ná eitthvað á þriðjahundraðið. Þessir nokkrir eru áberandi í umferðinni og setja svartan blett á hina. Minni á að í fréttinni er sagt að þeir voru mældir á 178 km hraða efst í Kömbunum. En eins og ég sagði í blogginu sjálfu þá er meginhluti þeirra sem eru að hjóla á þessu hjólum til fyrirmyndar og sérstaklega gætnir. En flestir sem hafa verið í umferðinni muna eftir atvikum sem tengjast þessum litla hóp.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.6.2007 kl. 11:13

12 identicon

Það er nefnilega málið, flest slys má rekja til vanrækslu eða kunnáttuleysis af einhverjum toga. Auðvitað er enginn fullkominn, fólki verður á, slys eiga sér stað og það er ekkert samasem-merki á milli þess að verða á í lífinu og vera heimskur. Einmitt þess vegna er ekki á það bætandi að fólk leiki sér að eldinum og stefni sjálfum sér og öðrum viljandi í hættu með heimskulegu hátterni (og það þarf ekkert að vera að þeir sem hagi sér heimskulega á ákveðnum sviðum sé almennt og alltaf heimskir).

Með umræðuna um móturhjólafólk þá er ég sammála þér að hún er oft ósanngjörn. Að mínu mati er ökuníð og önnur glæfrahegðun jafn óæskileg og heimskuleg hvort sem ökumenn eru á hjólum, bílum eða öðrum farartækjum. Ætli það halli ekki bara á móturhjólafólkið því þeir eru í minnihluta í umferðinni og fólk tekur því frekar eftir þeim (sérstaklega þeim slæmu)? Þá meina ég að menn séu löngu orðnir hálf ónæmir fyrir því að ökumenn bíla aki eins og vitleysingar og veiti því þess vegna minni eftirtekt en hjólunum, sérstaklega þar sem akstur hjóla er meira árstíðabundinn og fólk tekur eftir því þegar þau fara að þeysast (eða mjakast) um göturnar.

nn (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:28

13 identicon

Ég fer á hjóli í vinnuna á hverjum degi og tel mig keyra nokkuð skynsamlega en ég sé allavega einn rugludall á bíl á þessari stuttu leið. 

Briggs (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:31

14 identicon

Jibbí ...loksins málefnaleg umræða með viti :) Verð brosandi það sem er eftir dagsins

Gísli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:49

15 identicon

Gisli

Sammala ter med neikvaedu umfjollunina sem bifhjolamenn virdast alltaf vera ad fa. Sem betur fer gildi tad ekki um danmorku tar sem eg by.

p.s var lika sjalf ad lenda i tvi herna i Danmorku i sidustu viku ad tad var keyrt a kaerastann minn og mig (vid vorum a motorhjoli teir i bil) og tad voru 2 ungir strakar sem voru reykjandi, med sima og svona og madur er i enn i sjokki og halfhræddur ad vera a motorhjolinu nuna. Heppin ad sleppa lifandi! Ekki vorum vid ad keyra hratt....tvert a moti vorum vid vorum stopp a raudu ljosi tegar ad teir koma a fleygiferd og klessa a okkur um habjartan daginn! Nuna er madur hvilikt tortryggur a alla bila.

Iris (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 13:33

16 identicon

góðan dag... langaði að bæta smá í púkkið.... það er rétt að það verður öllum einhvern tíman á í lífinu... en það réttlætir ekki það að haga sér óábyrgilega í umferð eða í samskiptum við aðra.. EKKI SATT....málið er þetta maður brýtur af sér og þá í okkar ágæta dómskerfi liggur við því refsing...sem að mati sumra er ósanngjörn...en málið er þetta....lögreglan var að vinna sína vinnu...og eins og heyrist á fréttum var vinna lögreglu til sóma... hvort sem það var að reyna að stöðva þennan akstur...sem að mínu mati er hvorki bifhjólamönnum né öðrum sem aka á slíkan máta til sóma... en það er alltaf spurning hvenær á að hætta eftirför.. mitt mat er að það á ekki að hætta.. sjálfur er ég hjólamaður og hef gaman að því.... og er svo gæfusamur að eiga ekki ósvipað hjól og þeir voru á í þessu atviki...já það er gaman að keyra hratt... en allt hefur sinn tíma og stað... og íslenskt vegkerfi er ekki undir slíka akstur búið...vissir þú það, að þegar maður mætir bíl á 90km/klst á þjóðvegi er einungis u.þ.b 70 sm á milli bílanna þegar þeir mætast...og þegar tvö ökutæki lenda í árekstri, á segjum 80km/klst sem þau bæði aka á, má tvöfalda hraðann og höggþungann sem verður við áreksturinn.. nú er kannski hægt að setja þetta eitthvað í samhengi í höggið sem bifhjólamaðurinn fékk á sig við að keyra aftan á bifreið, þar sem ökuhraði bifreiðarinnar var mun minni en hraði hjólsins.... mín von er sú að það sé eitthvað hægt að læra af þessu... og að ökumanni bifhjólsins farnist vel...það ætlar sér enginn að lenda í slíku, ökumaður, vegfarendur eða lögreglan...

bl (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband