Leita í fréttum mbl.is

Mér hefur borist tölvupóstur frá bifhjólamanni

Í framhaldi af skrifum mínum um bifhjólamenn hefur mér borist tölvupóstur sem mig langar að vitna aðeins í. Nafni bréfritara er sleppt.

Fyrsti póstu hljóðaði svona frá bréfritara:

72. gr stjórnarskrár Íslands er svo hljóðandi...

[Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi
eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og
komi fullt verð fyrir.

ss. það er ekki hægt að gera eignarnám nema það sé greitt fullt verð fyrir.

Ert þú tilbúinn að borga fyrir hjólin?...það er ekkert sem kemur í veg
fyrir að einstaklingurinn geti ekki farið út í búð og keypt sér
nýtt...

Því svaraði ég með;

Þetta var rætt hér í haust í tengslum við ný umferðarlög í kynningu á lögunum sagði m.a.

Heimild til að gera ökutæki upptæk?
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir heimild lögreglu til að gera ökutæki upptækt vegna grófra og ítrekaðra brota. Voru þar höfð til hliðsjónar ákvæði dönsku umferðarlaganna um slíka heimild lögreglu. Ekki eru líkur á að oft muni reyna á slíkt ákvæði, en engu að síður er æskilegt að möguleiki sé fyrir hendi lögum samkvæmt til að grípa til slíkra aðgerða gagnvart síbrotamönnum í umferðinni.

Ef að mönnum finnst bara allt í lagi að keyra þessi hjól á tæplega 200 km hraða þá er hægt að vísa í jafnræðisreglu stjórnarskrárinar og rökstyðja að þá megi bílstjórar keyra á svona hraða líka.

Síðan í dag barst mér annað skeyti sem ég er að mörguleiti sammála. Það hefur jú komið fyrir alla að keyra á ákveðnum köflum eða tímum töluvert yfir hámarkshraða. Og ég sjálfsagt þar á meðal. Man eftir að hafa setið í bíl fyrir um 30 árum á um 120 mílna hraða hjá Sandskeiði.

Enda er það helst glæfralega hliðin á akstri hjólana sem ég er að benda á. Þ.e. framúrakstur á mikilli ferð eftir hvítulínunnum, mikil hraði þar sem að liggja gatnamót við aðra vegi. Því eins og menn vita er mjög erfitt að átta sig á fjarlægðum og hraða móturhjóla og hvað þá þegar þau eru á 200 km hraða.Eins þá leiðist mér almennur glannaskapur í mikilli umferð, að menns séu að keyra hjólin hraðar en þeir ráða við  og síðast enn ekki síst að virða ekki stöðvunarmerki lögreglu. En seinna bréfið hljóða svona

Lögin sem þú vitnar í eru alveg rétt, en þegar svona mál fer fyrir
dómstóla þá mun auðvitað stjórnarskrár-rétturinn að fullt verð þarf að
koma fyrir.

Þegar þessi lög voru sett var heilmikil umræða í gangi hjá
mótorhjólafólki um hvort þetta myndi koma í veg fyrir gróf
umferðalagabrot....og ég held að þetta bæti ekki neitt í þeim
flokki....held að niðurstaðan verði sú að fleirri "ofsaakstursmönnum"
detti það í hug að yfirgefa vettfang.

Get ekki sagt hvað öðrum finnst um að keyra á 200km/klst....hef
sjálfur farið vel yfir þann hraða...en geri það einungis þar sem ég
hef gott útsýni yfir þannig að í minnsta lagi að enginn saklaus
gangandi né keyrandi verði meint af.  Hef enga löngun né þor til að
reyna að stinga lögregluna af samt.

Til að gefa til kynna hraðaaukningu mótorhjóla þá er þetta myndband
gott sýnidæmi:
http://youtube.com/watch?v=jwieel03c-w

Og lýkur þar með afskiptum mínum af hjólafólki og óska ég þeim góðs hjólasumars og ánægjulegra samskipta við þau í umferðinni eins og ég hef átt við þau flest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband