Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki viss um að viðbrögð Þroskahjálpar við þessu máli hafi verið alskostar rétt

Ég hef heyrt nú síðustu dag nokkrum sinnum í Gerði A. Árnadóttur formanni Þroskahjálpar þar sem hún hefur farið mikinn í að fordæma þessi vinnubrögð varðandi launagreiðslur til þessara ungmenna sem hafa tekið þátt í þessu tilraunaverki. Mér persónulega finnst viðbrögð hennar hafa verið nokkuð vanhugsuð. Þannig t.d. hefur hún talað um:

  • Að þau eigi rétt á að fá sömu laun og önnur ungmenni. Það er spurning hvað ungmenni hún er að tala um. Í þessu verkefni eru bara ungt fólk með fötlun.  En í þessu tilfelli eru þetta einstaklingar í reynsluverkefni. Þannig að þeim fylgir t.d. starfsmaður til að koma þeim inn í starfið. Þá er með öllu óljóst vinnuframlag þeirra í upphafi verkefnis.
  • Þá finnst mér þessi viðbrögð ekki hjálpa til að fyrirtæki keppist við að bjóða fólki með fötlun störf hjá sér. Því einhvernvegin þá kom hún þessu þannig frá sér að fólk almennt heldur að fyrirtækin séu að borgar þessum ungmennum laun. Og fyrirtæki farinn að senda frá sér fréttatilkynningar þar sem þau bera af sér sakir.
  • Auðvita eiga allir að fá sömu laun fyrir sömu vinnu en til þess að fólk með fötlun verði gjaldgengt á vinnumarkaði verða þau fyrst að fá að sýna fólki í samfélaginu fram á að þau séu fullfærir starfsmenn. Þetta er þegar komið af stað. Fólk sér fatlaða nú vinna t.d. í Bónus og fleiri fyrirtækjum og standa sig vel.

Náttúrulega hefð kannski mátt skipuleggja þetta betur. Tryggja aukafjármagn fyrr. En það er nú ekki hlaupið að því yfirleitt í þessum málaflokki. Eins hefði verið möguleiki á að takamarka hópinn sem tæki þátt í þessu tilraunaverkefni.

En nú gæti orðið hætta á því að fyrirtæki yrðu tregari til að veita fólki með fötlun tækifæri næsta sumar.


mbl.is Fötluð ungmenni fá greiðslur á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ánægð með þig, Magnús!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband