Leita í fréttum mbl.is

Anskotans svartsýni er þetta í manninum

Veit ekki betur en að að þessi niðurskurður nemi um það bil 1 af hverjum 3 fiskum í kvótanum og þetta er tímabundið í 2 ár. Ef að menn væru ekki að braska með kvótann og greiða svona himinhátt verð þá væri hægt að þreyja þorrann í þessi ár. En málið er að þar sem fiskur er orðinn svo dýr eru margir sem hafa freistast til að selja kvóta sinn. Og þeir sem eiga kvóta fá nú enn meira fyrir hann. Og fiskvinnslan fær meira fyrir unnar afurðir sem nemur hluta af samdrætti í afla. Veit ekki hvort að það séu efnileg skipti að stefna á að skipta þessum störfum á nýjum störfum í olíuhreinsistöð sérstaklega ef að mengun af þeim er svona mikil sem um er rætt sem og hætta á mengunarslysum!

Frétt af mbl.is

  „Útséð með sjávarútveginn í bili"
Innlent | Bæjarins besta | 23.7.2007 | 20:19
Flosi Jakobsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, segir tal þeirra bæjarfulltrúa sem mæla á móti olíuhreinsistöð vera ábyrgðarlaust. „Það er með öllu ábyrgðarlaust að segjast ekki vilja olíuhreinsistöð en benda svo aldrei á neitt annað sem gæti komið í staðinn. Þeir sem eru á móti olíuhreinsistöð verða að koma með eitthvað annað í staðinn“, segir Flosi.
Lesa meira

mbl.is „Útséð með sjávarútveginn í bili"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ertu með einhverjar staðfastar heimildir fyrir því að þessi skerðing verði einungis í 2 ár ?

 og þeir sem að eru að borga himinhátt verð fyrir kvóta eru nú menn sem að eru að reyna að komast af í þessari grein, ekki þeir sem að eru að braska með hann,,, annars er verðið náttúrulega orðið allt of hátt, en snýst náttúrulega bara eftir framboði og eftirspurn

og ekki reyna að halda því fram að ef að þú getur selt eitthvað á 3000 krónur að þú kæmir frekar til með að selja það á 2000 krónur, ok hugsanlega mundir þú gera það einu sinni, en ekki þegar að við erum að tala um þúsund falda þessa upphæð og þar af meira

já og annað, ert þú eitthvað öruggur á því að fiskvinnslan fái meira fyrir fiskinn ?, 

en annars er ég alfarið á móti því að byggja einhverja helvítis olíuhreinsistöð, hvort sem að það er á vestfjörðum eða annar staðar 

Árni Sigurður Pétursson, 23.7.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér skilst á fréttum og viðtölum að eftirspurn eftir fiski t.d. í Bretlandi sé meir en nokkrusinni. Fish and Chips staðirnir eru orðnir að luxus stöðum. Í fréttum nú síðustu vikur hefur verið rætt um að brask með kvótann sé farið að minna á hlutabréfamarkaðinn. Þannig að ef menn eru ekki að selja kvótann þá eru þeir með gífurleg verðmæti sem þeir geta veitt.

Ef að menn þola ekki tímabundna lægð eftir að fiskverð hefur verið í botni síðustu ár þá er eitthvað að þessu kerfi. Þá eru það þeir stóru sem hirða allann gróðan af því að þeir litlu nota tækifærið og selja kvóta. Ég veit reyndar að margir af þessum smábátaeigendum eru mjög skuldsettir eftir svona kvótakaup og leigu en þá þarf bara að breyta kerfinu til að laga það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ahhh

þarna komstu með einn punkt

  "Mér skilst á fréttum og viðtölum að eftirspurn eftir fiski t.d. í Bretlandi sé meir en nokkrusinni."

afurðaverð á íslandi hækkar ekki, heldur hækkar verð á fiski sem að er fluttur til englands 

Árni Sigurður Pétursson, 23.7.2007 kl. 23:32

4 identicon

Heill og sæll, Magnús Helgi og aðrir skrifarar !

Þið Samfylkingarmenn skylduð ekki taka of stórt, upp í ykkur. Stjórnar samkundan rétt liðlega 2 mánaða, og alls lags prettir og svigurmæli dags daglega, frá henni komandi.

Tímabundið ????? Þetta var nú sagt líka, um kílóagjaldið, á bifreiðar landsmanna (Jón Baldvin Hannibalsson - Þorsteinn Pálsson) 1988/89. Er það ekki við lýði enn, Magnús minn ?  

Ómerkilegheitin eru ekkert betri, þótt svo Samfylkingin hafi tekið við skítverkum Framsóknarflokksins; Magnús.

Hugði, að þú værir hugsjónamaður, ekki viðhlæjandi flokksforystu ykkar.

Með nokkuð blendnum kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:23

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég bið nú að menn séu ekki að túlka orð mín sem stefnu Samfylkingarinnar. Ég er bara að virða mína skoðun! En ég veit að margir geta átt um sárt að binda í þessari aflaskerðingu. Sérstaklega þeir sem hafa verið að kaupa kvóta á smábáta með bankaláni.

EN það sem ég er að segja að nú í fyrsta skipti er verið að fara eftir ráðleggingum Hafró alveg. Hingað til hefur aldrei verið alveg niður í það sem þeir hafa ráðlagt. Mér skilst að á 15 eða 20 árum hafi verið veitt um milljón tonn umfram það sem þeir hafa ráðlagt. Og ekki misskilja mig ég er alfarið á móti kvótakerfinu eins og það er. Þ.e. að hægt sé að versla með fisk eins og um hlutabréf í fiskistofni sé að ræða. En ég er bara að minna á að þessar aðgerðir eru ekki bara til að sjómönnum sé gert erfitt fyrir heldur er verið að reyna að bjarga þorskstofninum sem við þjóðin eigum skv. lögum en hefur jú verið afhent útgerðinni og hún er ekki að höndla að fara vel með auðlynd okkar.

En það er nú holt að benda á að það er vestfirðingurinn Einar Guðfinns sem tók þessa ákvörðun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband