Leita í fréttum mbl.is

Alveg ótrúlegt bruðl á nýríkum íslendingum

Var að hlusta á fréttirnar í kvöld á Stöð 2 þar sem að kom fram að fólk er jafnvel að borga 100 milljónir fyrir sumarbústað. Síðan hefur maður heyrt að menn séu tilbúnir að bjóða allt að 3 milljónir fyrir hektarann á bújörðum til að nota sem afdrep í sveitinni. Þá er maður að heyra að menn séu að kaupa sér hús á kannski 50 til 80 milljónir sem þeir ætla sér að rífa og byggja sér nýtt hús á lóðinni sem kostar þá tvöfallt í viðbót. Þetta eru dæmi um að menn eru að sleppa sér í fjáraustri. Þannig er nokkuð ljóst að menn geta aldrei  selt þetta á þessu verði nema að að kannski félögum sínum. En það gengur náttúrulega ekki endalaust.

Þó maður viti að þessir menn viti ekki aura sinna tal þá leyfi ég mér að efast um að þetta séu dæmi um skynsamlegar fjárfestingar. Og þá fer maður að hugsa hvernig grunnurinn er undir öðrum fjárfestingum þeirra?


mbl.is Eignaverðsvísitala Kaupþings hækkaði um 0,8% í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég heyrði viðtal við konu í útvarpinu um daginn (held að hún sé fasteignasali.  Er samt ekki viss).  Hún sagði að töluvert væri um að fólk sé að borga 150 - 200 milljónir fyrir einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu.

  Jafnframt kom fram í viðtalinu að sumarbústaðir stækki hratt þessi allra síðustu ár.  Algengt sé að fermetrafjöldi þeirra sé yfir 1000.  Mig minnir að konan hafi nefnt að fólk láti sjálft reisa bústaðina en eitthvað sé um að þeir séu að seljast á 100 milljónir. 

  Það hafa orðið til hérlendis á síðustu árum nokkrar fjölskyldur sem teljast til milljarðamæringa.  Þetta eru ekki aðeins þeir nýríku í viðskiptaheiminu heldur ekki síður kvótakóngarnir.

Jens Guð, 24.7.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband