Leita í fréttum mbl.is

Þetta er að verða skuggalegt

Var að lesa frétt á www.visir.is þar sem m.a. stendur:

Vísir, 25. júlí. 2007 18:56

Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings


Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag.

Þá kemur einnig fram að hagnaður Kaupþings á fyrstu 6 mánuðum ársins nemur um það bil 60% af verðmæti alls fisks sem veiddist síðasta ári 2006.

Fer að verða spurning hvort að við förum ekki að verða þjóð þar sem að bankastofnanir ráða öllu. Fólk og fyrirtæki bullandi skuldsett og við háð því að bankinn geri ekkert sem veldur okkur skakkaföllum þar sem að við eigum upp á lítið að hlaupa flestir skuldsettir í topp. Bankar reikna út hvað hægt er að pína okkur til að taka há lán fyrir íbúðum sem þeir svo eiga í raun þar sem að þær eru skuldsettar af verktökum.

Bankarnir spila með gengið eftir því sem hentar þeim. Eins með vexti!

Spurning hvort að stjórnmálamenn verða ekki valdalausir og óþarfir þar sem að bankastjórar eru búnir að ná öllum þeim völdum sem máli skipta.


mbl.is Hagnaður Kaupþings 46,8 milljarðar króna á fyrri hluta ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband