Leita í fréttum mbl.is

Atvinnumótmæli - Hver borgar?

Í fréttum á Ruv - sjónvarpinu  var eftirfarandi fullyrt í kvöld:

Mótmælendum greitt fyrir að láta handtaka sig?

Mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland fá peningagreiðslur ef þeir eru handteknir af lögreglu, samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps.

Níu voru teknir vegna mótmæla við Hellisheiðarvirkjun í morgun, þar af einn sem klifraði upp í byggingarkrana.


Talsmaður samtakanna Saving Iceland hafnar því að fólk innan samtakanna fái greitt fyrir að taka þátt í mótmælum eins og þeim sem fram fóru í morgun. Þetta sé hugsjónastarf, unnið af sjálfboðaliðum.
www.ruv.is

Mér er einhvern veginn illa við svona fréttir þegar svona er fullyrt án þess að frekari skýringar fylgi með. T.d. er mér með öllu óskiljanlegt hverjir það eru sem eiga að vera að borga. Er þetta ekki bara kjaftasaga sem hefur verið að vinda upp á sig síðustu vikur? Ég man eftir að hafa heyrt einhvern velta þessu fyrir sér í einhverju viðtali um daginn. Og ef þetta eru einhver erlend samtök þá eigum við rétt á að RUV upplýsi það.


mbl.is Átta mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mikið er sakleysið ykkar vinstrimanna Magnús minn varðandi þetta
anarkistalíð. Bloggaði í gær um þessa stjórnleysingja og vetlingjatök lögreglu gagnvart þessum skríl, sem eru meiriháttar brandari........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.7.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er ekkert að segja að ég sé meðmæltur aðferðum þeirra að minnsta kosti ekki þar sem þeir skemma eignir annarra og svoleiðis en þegar einhver fullyrðir að þeir fái greitt fyrir þetta þá verður um leið að geta þess hverjir það eru sem greiða. Eru það innlendir aðilar? Alþjóðlegri aðilar? Eða hverjir? Eru það kannski fyrirtæki? Ríkisstjórnir? Hverjir hafa peninga og eru tilbúnir að greiða þessu fólki?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.7.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband