Leita í fréttum mbl.is

Þetta fer nú að minna mann á Austur Þýskaland

Hvenær ætla Bandaríkjamenn að átta sig á að það er kannski stefna þeirra í samskiptum við aðrar þjóðir og heimshluta sem veldur því að þeir eru ekki eins öruggir og áður. Kannski þeir ættur að skoða öll þau stríð sem þeir hafa farið í nú síðustu 50 árin og öll þau vandamál sem þeir hafa skilið eftir í þegar þeir nenna ekki lengur að standa í hverju þeirra. T.d. Vietnam, Kambótíu. Nú og svo stöðuna í Afganistan og Írak.

Skil ekki að þeir segi ekki stopp við því sem stjórnin er að gera. Þetta er að verða ein allsherjar njósna og eftirlitsríki þar sem að fylgst er með öllu og öllum. Það er eins gott að passa sig á því sem sagt er í síma nú í Bandaríkjunum og vera ekki með neina fimmaura brandara um stjórnvöld þar. Því annars gæti maður lent í Guandanamobay.

Spurning um að við pössum upp á að stjórnvöld hér fari nú ekki að herma þetta eftir hér.

Frétt af mbl.is

  Bandarísk yfirvöld fá aukna heimild til hlerana
Erlent | mbl.is | 5.8.2007 | 17:27
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag að leyfa hleranir á samskiptum erlendra ríkisborgara, sem fara um Bandaríkin, án sérstakrar heimildar. Þetta þykir sigur fyrir George W. Bush, forseta, og stjórn hans, en Bush hafði lýst stuðningi sínum við löggjöfina


mbl.is Bandarísk yfirvöld fá aukna heimild til hlerana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Þetta er ekkert nema hörmuleg löggjöf, augljóslega í kjölfarið af lagasetningu 'The Patriot Act', þar sem útskýrt er að ríkisstjórnin "megi hlera og -annað slíkt- ef grunur liggur á um hryðjuverkastarfsemi".

-Og annað slíkt-. Mútta mín, svona hundavaðsskilgreiningar ættu aldrei að komast í gegn.

En þar er náttúrulega vandamálið. Hver vill hafna einhverju sem heitir 'The Patriot Act'? Þingmenn vilja nú ekki líta út fyrir að vera ó-föðurlandslegir.

Fólk er hrætt við að vera á móti and-hryðjuverkahreyfingum og þess vegna þorir enginn að öskra nógu hátt til að það heyrist í þeim.

Ásta Gunnlaugsdóttir, 8.8.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband