Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hvern er Gunnar að vinna?

Finnst að Gunnar Birgisson og reyndar fleiri gleymi því oft að hann er kosinn af bæjarbúum í Kópavogi til að tryggja þeim það bæjarfélag sem þeir vilja hafa. Get ekki með nokkru móti skilið að sífelld stækkun sé það besta fyrir okkur sem þegar búum í Kópavogi.

  • Það er nokkuð ljóst að allar þessar fyrirhugðu framkvæmdir og þær sem þegar eru hafnar koma til með að auka umferð um gatnakerfi sem er alls ekki hannað fyrir þessa umferð. T.d. er gott að taka Smárahverfi þar sem að skóli er staðsettur þannig að stórhluti barna þarf að fara yfir mikla umferðargötu til að komast þangað.
  • Eins er Lindarhverfi  hannað þannig. Það er með ólíkindum að við hönnun hverfana skildi ekki vera lögð áhersla á að stofnbrautir lægju þannig að þær skeri ekki hverfin.
  • Það virðist vera þannig að verktakar ráði öllu um skipulagið núna og síðan þegar fólk kvartar þá er reynt að setja plástra hér og þar.

 

Mér finnst það hljóti að vera krafa að Gunnar og Ómar geri sér grein fyrir því að þeir er fulltrúar meirihluta bæjarbúa og verða að fara að vilja bæjarbúa. Þeir haga sér eins og þeir hafi komist í stjórn fyrirtækis og megi því haga sér eins og þeir vilja. En bæjarfélag og fyrirtæki eru bara ekki það sam. Og á meðan að fyrirtæki sækjast eftir því að stækka sem mest þá eiga bæjarfélög að snúast um að þar sé gott að búa (eins og Gunnar ætti að vita) Og umferðar öngþveiti er ekki það sem við sækjumst eftir.

Nú er Gunnar að svindla þessari ný byggð framhjá umhverfismati með því að skipta stækkunum á Kársnesi niður í reyti. Og við þessa umferð sem þarna verður þá bætast við nokkur hundruð íbúðir sem verið er að reisa á Kópavogstúni.

Ég segi bara við Kársnesbúa og aðra Kópavogsbúa: Þið kusuð þetta yfir okkur. Það var búið að benda ykkur á hættuna við að kjósa Gunnar til valda  áður.


mbl.is Samþykkt að fjölga íbúðum á Kársnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband