Leita í fréttum mbl.is

Alveg er þetta merkileg spilaborg!

Merkilegt að ef einhver rekur við í Bandaríkjunum þá titrar allur heimurinn. Þessi markaðir eru að mestu reknir á spákaupmennsku með hlutabréf og stundum er eins og það séu asnar sem fást við þessi mál. Þeir treysta á að það séu til enn meiri asnar sem kaupa enn dýrar. En svo kemur stopp og þá virðist þetta allt vera leikur með tölur en lítið á bakvið þetta.

Hlutabréf hækka út af einhverju fyrirtæki sem gætti hugsanlega gert eitthvað svo kemur í ljós að ekkert er á bakvið það. En þetta verður um tíma til að það verður keðjuverkanir hækkana og menn eru að kaup í fyrirtækjum á verði sem í raun gæti aldrei borgað sig með arði fyrirtækis.

Og bankarnir kynda undir þessu og hirða ávöxtuna á meðan hægt er. Eins og í USA þar sem menn kepptust við að lána fólki sem ekki hafði lántraust. Þeir söfnuðu síðan þessum skuldabréfum í sjóði og plötuðu þá inn á aðra. Síðan hætta þessi íbúðakaupendur að geta staðið í skilum og þá kemur í ljós að þetta hefur áhrif um allan heim. Það hlýtur að þýða að fjármálafyrirtæki um allan heim hafa látið plata sig til að kaupa í svona ótryggum sjóðum.


mbl.is Fjárfestar búa sig undir frekari titring á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband