Leita í fréttum mbl.is

Skil ekki að mbl.is sé að birta svona fréttir eftir að hafa lesið Staksteina í dag

Eftir að hafa lesið staksteina í dag þá fer ég að halda sá sem þá ritar þjáist af magnaðri minnimáttarkennd eða ofsóknarkennd. Því annaðhvort hefur hann enga trú á okkur sem þjóð eða honum er svo illa við Ingibjörgu Sólrúnu að hann hann þarf að nota hvert tækifæri til að rægja hana. Hann er að fjalla um Hólaræðu Ingibjargar og tekur þessa tilvitnun fyrir.

Við Íslendingar eigum að leggja metnað okkar í að láta mál alþjóðasamfélagsins til okkar taka, hvort sem er fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afríku eða Evrópu og við eigum að bjóða fram krafta okkar í stofnunum eins og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna."

Úr ræðu Ingibjargar

Staksteinar segja um þetta:

Að láta sér til hugar koma, að Íslendingar hafi einhverju raunverulegu hlutverki að gegna í að leysa deilurnar í Miðausturlöndum er í bezta falli barnaskapur og í versta falli sýndarmennska en eingöngu til heimabrúks því að sú sýndarmennska dugar okkur skammt í öðrum löndum.

 

Hið sama á við um viðleitni okkar til þess að komast í öryggisráðið og borga fyrir það 600-1.000 milljónir. Hver ætli hafi látið sér detta þessi vitleysa í hug? Ef svo ólíklega vildi til að við næðum kosningu í öryggisráðið mundum við fyrst finna fyrir því.

Úr staksteinum í dag

Mér er spurn hvar væru við staddir ef að þessi maður réði málum hér á landi. Það væri alltaf sama viðkvæðið við eru svo lítil og ómerkileg að við getum ekki haft áhrif. Þessi maður er búinn að gleyma því að við gátum haft mikil áhrif á upphafsárum SÞ og eins varðandi Hafréttarsáttmála. Við eigum klóka samningamenn sem vel gætu komið að málum sem sáttasemjarar. Eins getum við beitt þrýstingi á að menn eins og Giuliani móti ekki stefnu heimsins í þessum málum Auðvita í samstarfi við aðrar þjóðir.

En skv. Staksteinum þá kemur þetta okkur ekki við.

 


mbl.is Giuliani kveðst mótfallinn stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ingibjörg má nú ekki opna munninn án þess að sumt fólk finni því allt til foráttu, jafnvel þó það sé andstætt skoðunum þeirra... jafnvel í næsta dálki.  Merkilegt.

krossgata, 14.8.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband