Leita í fréttum mbl.is

Held reyndar að Gunnar hafi aldrei haft sérstakan áhuga á hvað bæjarbúum finnst!

Held að Gunnar hafi miklu meiri áhuga á stórum byggingum heldur en hvað núverandi bæjarbúum finnst. Þannig virðist hann hrifinn af háhýsum þó hann viti að að vegna þess hve sólin er lágt á himni hér á landi yfir veturinn þá verða heilu hverfin t.d. í Smárahverfi í skuggum af turnunum. Eins þá er honum ekkert umhugað um hversu greitt bæjarbúar geta farið um bæjarfélagið því að hann ræðst aðeins í vegabætur ef að lítið er að gera hjá Klæðningu og skildum fyrirtækjum eða ef að fjárfestar í stórbyggingum krefjast þess. Sjá framkvæmdir á Dalvegi. EN þær framkvæmdir held ég að  eigi bara eftir að færa umferðahnúta til í bæjarfélaginu. Það er ekkert farið eftir skipulagi ef að einhver fjársterkur vill byggja þá finnst honum ekkert að því að umbylta skipulagi eins og á   Nónhæð.

Honum finnst ekkert að því að Bykó fái stórskipahöfn og vöruhús sem hann veit þó að ásamt þeirri byggð sem hann vill troða á Kársnesið mun gera íbúum við Kársnesbraut, Borgarholtsbraut og Kópavogsbraut erfitt fyrir. T.d. hvað varðar börn í umferðinni sem þurfa að fara yfir miklar umferðagötur sem og hávaði sem umferðinni fylgir.

Nei Gunnar er ekki í tengslum við hvað bæjarbúar vilja og hefur aldrei ætlað sér það. Það eina sem fólk getur gert er að berjast og hafa hátt því það þvingar hann kannski til að fara að vilja bæjarbúa.

En nú er spurninginn afhverju heyrum við ekkert í öðrum í meirihlutanum? Hafa þau öll sömu skoðun eða þora þau ekki að láta heyra í sér.


mbl.is Segja trúnaðarbrest hafa orðið milli íbúa og bæjarstjórnar í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta hef ég líka sagt. Og eins og gefur að skilja þá kaus ég þetta ekki. Heldur barðist ásamt fleirum við að að benda öðrum bæjarbúum á hvaða mann þau væru að kjósa yfir sig. En því miður fólk sá ekki að sér!

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2007 kl. 23:32

2 identicon

HVaða ofstæki er í gangi? Ég er yfir mig gáttuð hvernig tekið er til orða.  Ég skil heldur ekki orðið trúnaðarbrestur í pólitík.  Og hvenær hefur verið hægt að tala um trúnaðarbrest í pólitík, ég verð nú bara að segja það, en ég er soldið hissa á þessari málsmeðferð.

   Að einu leiti er mjög gott að eitthvað verði hugsað um Kársnesið það hefur nefnilega gleymst í allri útþenslu Kópavogs, en öll umræða um málið er af hinu góða, en er þetta ekki einum of mikið ofstæki? Eiginlega ekki hægt að taka þátt í þessu þó ég sé að því núna. sh

SólveigHannesdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvað áttu við með ofstæki. Þetta eru nú bara lýsingar á því hvernig staðan er hér í bænum. Það er verið að byggja hér í mínu hverfi 20 hæða turn og svo er annar upp á 16 hæðir á leiðinni við Smáralind. Og ég hef séð líkan að skugga sem varpast yfir neðri byggði Smárahverfis af þessum turn.

Svo enn nær mér er bærinn með verktökum að vinna að því að skipuleggja um 1000 manna byggð efst í minni götu þar sem að átti að vera grænt svæði. Og umferð um Arnarsmárann margfaldast. Þetta er gróið hverfi og engin fylgjandi þessu í hverfinu

Það er engin á móti því að laga til í Kársnesi en fólk er á móti Stórskipahöfn og tvöföldun íbúafjölda sem hefur jú bara 3 götur til að fara um. Það er líka staðreynd að höfnin sem þegar er komin er víst rekin með bullandi tapi sem við borgum. Þetta hefur verið prívat áhugamál Gunnars því engin annar hefur talað þessu máli.

Mér finnst að fyrsta skilda kjörinna fulltrúa eigi að vera við íbúa bæjarins og hagsmunir bæjarbúa eru ekki alltaf fólgnir í því að fjölga bara íbúum. Og það nefnir þú líka þegar þú minnist á þessa útþenslu stefnu bæjarins.

Þetta með Klæðningu og verkefni fyrir verktaka er nú mjög sjáanlegt ef horft er á framkvæmdir síðustu áratuga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2007 kl. 00:12

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Trúnaðarbrestur þýðir náttúrulega bara það að fólk hefur ekki trú á að Gunnar sé að vinna að þeirra hagsmunum. Þ.e. treystir honum ekki lengur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2007 kl. 00:16

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

20 hæða turn?

Jesús, María og dvergurinn í Strumpalandi!

Hvað hefði Freud sagt?

Ólafur Þórðarson, 16.8.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband