Leita í fréttum mbl.is

Ætlar meirihlutinn í Kópavogi aldrei að læra?

Heldur Kópavogur að það hjálpi bænum í viðleitni hans við að skapa sér gott orðspor, að ráðast að félagi eins og Skógræktarfélagi Reykjavíkur? Halda bæjaryfirvöld að fyrst að það voru bara um 557 plöntur sem þeir eyðilögðu eða fjarlægðu séu þessar framkvæmdir bara allt í lag? Mér finnst nú 557 tré næstum skógur útaf fyrir sig. Ef bæjarfélagið búið að gleyma að þeir framkvæmdu þetta áður en tilskilin leyfi voru komin? Síðan sem Kópavogsbúi þá er ég að velta fyrir mér hvenær þessi vatnsveita sem verið var að grafa fyrir fer að skila mér ódýru gæða vatni eins og á að skaffa Garðbæingum? En til þess var þessi leikur jú gerður að Kópavogur lofar að skaffa Garðbæingum vatn þar sem að bærinn er að skipuleggja framkvæmdir sem snerta vatnsból Garðbæinga.

Finnst meirihlutanum í Kópavogi bara eðlilegt að nú er verið að stofna íbúasamtök hvert á eftir öðru til að mótmæla skipulagi og framkvæmdum sem bærinn boðar og eru ekki nokkru með hagsmuni eða í samræði við þá sem búa í bænum

Er þetta framtíðin að það þurfi stöðug stríð við bæjarstjórn til að viðhalda lífsgæðum þeirra íbúa sem fyrir eru? Er bæjarstjórnin ekki apparat sem er kosin til stjórna bænum eins og fólk vill. Sífeld þensla er ekki endilega það sem bæjarbúar vilja. Sérstaklega ef það kostar aukna umferð í hverfum, umferðateppur í bænum, minni þjónustu fyrir íbúa og ópersónulegri og svo framvegis! Þensla er ekki merki um gæði bæjarins!


mbl.is Kópavogsbær segir framkvæmdir í Heiðmörk í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband