Leita í fréttum mbl.is

Þetta segir nokkuð um hversu tæpt gatnakerfi Kópavogs er.

Akkúrat þarna á þessum vegakafla þar sem Kársnesbraut og Nýbýlavegur mætast eru samtökin sem berjast gegn nýju skipulagi á Kársnesi að benda á að umferðin aukist um helming eða eitthvað svoleiðis. Og hvað segir þessi lokun og afleiðingar hennar okkur um gatnakerfið í Kópavogi. Það er svo viðkvæmt að við lokun á einni götu fer allt á hliðina. Þetta er að gerast í næst stærsta bæ landsins. Það eru í raun ekki nema 2 og hálf leið inn í Vesturbæ Kópavogs og ekki möguleiki að fjölga þeim nema kannski að byggja brú yfir Fossvog. Og þarna vill Gunnar og hans lið tvöfalda byggðina.

Svo er ekki nóg að þetta sé framkvæmt akkúrat á meðan verið er að breyta Dalvegi hjá Smáratorgi með tilheyrandi töfum heldur er þessi framkvæmd gerð á Fimmtudegi fram á Laugardag. Hefð Kópavogur ekki átt að fara fram á að þessi framkvæmd á Nýbýlaveg yrði gerð um helgi þegar færri þurfa nauðsynlega að komast í og úr vinnu sem og keyra börnin í skóla og þessháttar?


mbl.is Nýbýlavegur lokaður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar eru allavega 4 leiðir inn og 3 leiðir út úr vesturbænum þegar allt er opið. Reyndar er þessi einstefnugata inn í vesturbæinn um sama hringtorg og eina af hinum tvístefnugötunum en þar er líka möguleiki á að gera 4. leiðina út þar sem Kópavogsbraut kemur að Hafnarfjarðarveginum. 

 Brú eða göng yfir Fossvog eru heldur ekki einu úrræðin, td. væri hægt að gera göng frá Kársnesi yfir á Hafnarfjarðarveg.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú það er rétt að maður kemst eftir aðrein niður á Kópavogsbraut. En ég get ekki séð að það yrðu opnuð gatnamót frá Kópavogbraut inn á Hafnarfjarðarvegin þar sem að það mundi skapa mikla hættu. Enda er umferðin af hálsinum inn á Hafnarfjarðarvegin einmitt þar sem þessi gatnamót yrðu. Nema kannski að rífa Sunnuhlíð. Sé ekki alveg hvar þessi göng kæmust fyrir. Þ.e. hvar þau ættu að komast inn á Hafnarfjarðarveg? Mér finnst þetta bara gott dæmi um að íbúðafjöldi í viðbót við það sem er á Kársnesi ætti að  vera takmarkaður. Og talandi um fáar leiðir milli bæjarhluta þá nefni ég líka að á milli Smárahverfis og Lindarhverfis og hverfana þar fyrir ofan er aðeins ein leið bein á milli. Við Smáralind og þar er verið að byggja gríðar verslunar og skrifstofuturna með tilheyrandi umferð. Því má búast við að ef ekki verði gripið þegar til þess að gera fleiri greiðar leiðir þá gæti þetta bæjarfélag orðið eins og samband lauslega tengdra svæða sem væru í litlum tengslum við hvort annað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.8.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband