Leita í fréttum mbl.is

Þessu á að taka hart á!

Finnst að fyrirtæki sem ekki sjá um að erlendir starfsmenn séu löglega skráðir í landið eigi án frekari málalenginga umsvifalaust að vera svipt rétti til starfsemi tímabundið eða til lengri tíma.

Fyrirtæki nú hafa enga málsvörn þar sem að það hefur nú síðustu ár verið fjallað svo mikið um þetta að þeim á að vera þetta ljóst. Eina ástæðan fyrir þessu hlýtur að vera sú að fyrirtækin eru vísvitandi að svindla til að þurfa ekki að borga gjöld til ríkisins og verkalýðsfélaga vegna þessara starfsmanna. M.a. þá borga þessir menn engan skatt þar sem þeir eru ekki með íslenska kennitölu.

Til að stoppa þetta verður að taka upp harðar refsingar og berja inn í hausinn á þessum fyrirtækjum að til þess að þau fái að starfa þá sé eins gott að fara að lögum eða þá að starfsemi þeirra sé stöðvuð. Jafnvel til frambúðar.

Frétt af mbl.is

  Rútuslys: Grunur um að verkamenn séu ekki skráðir til starfa með löglegum hætti
Innlent | mbl.is | 27.8.2007 | 18:06
Frá slysstað á Bessastaðafjalli í gær. Grunur leikur á að flestir þeirra erlendu verkamannanna, sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðafjalli í gær, séu ekki skráðir til starfa hér á landi með löglegum hætti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarpsins þar sem Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti upplýsingarnar.


mbl.is Rútuslys: Grunur um að verkamenn séu ekki skráðir til starfa með löglegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband