Leita í fréttum mbl.is

Vinnumálastofnun vanmáttug!

Var í kvöld að hlusta á viðtöl bæði á stöð 2 og RUV við Gissur forstjóra vinnumálastofnunar. Fannst lýsingar hans á eftirliti þeirra helvíti rýrt. Það felst aðallega í því að bera saman lista frá ýmsum stofnunum við tilkynningar frá atvinnuveitendum og sjá hvort þar sé munur. Ég leyfi mér að halda að það eftirlit gagnist lítið. Hefði haldið að það væri nauðsynlegt að Vinnumálastofnun væri með eftirlitsmenn sem færu í óboðaðar heimsóknir á vinnusvæði og könnuðu hverjir væru þar við störf og hvort það stemmdi við listann. Eins þá finnst mér skrítinn þessi aðlögunartími sem þeir gáfu fyrirtækjum. Lögin tóku gildi síðasta vetur og þeir bara bíða rólegir til að fyrirtæki gætu aðlagað sig. Nú hefði maður haldið að fyrirtæki sem ráðast í að flytja hingað starfsfólk frá Austur Evrópu með þeirri fyrirhöfn sem felst í því gætu nú kynnt sér nokkrar reglur og lög.

Manni dettur nú helst í hug að þessi linka tengist því að ekki hafi mátt trufla fyrirtæki sem eru að vinna við Kárahnjúka. Og að það hafi ekki mátt þrengja að þeim þar sem þau standa tæpt vegna þessa að þau buðu lágt í verkin. Þannig að þeim hafi verið leyft að svindla á því að greiða af hluta starfsmanna til ríkis og sveitarfélaga og greiða undir lámarkstaxta.


mbl.is Segir Vinnumálastofnun aldrei hafa beitt dagsektum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Mér kæmi ekki á óvart þó þessi hugdetta reyndist eiga við rök að styðjast.

krossgata, 28.8.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þetta snýst ekki bara um Kárahnjúka, allt landið er undirlagt af "undirverktökum og starfsmannaleigum".

Helga R. Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég veit að þetta er víða og því tel ég nauðsynlegt að  hér sé öflugt eftirlitskerfi með þessu sem byggist á því að fyrirtækin geti án undanfarandi tilkynningu átt von á heimsókn frá fulltrúum  vinnumálastofnunar og þurfi þá að geta framvísað leyfum fyrir alla sína starfsmenn. 

EIns þá vil ég taka undir með fulltrúa verklýðsfélags sem ég heyrði í dag að ef þetta er ekki stöðvað getur þetta haft alvarlegar afleiðingar. Fyrirtæki sem fara að lögum verða illa samkeppnisfær, Þetta heldur niðri launum gæti síðan smitað út frá sér um allt þjóðfélagið.           

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.8.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband