Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá byrjar ballið!

Sjálfstæðismenn búnir að vera í rúmt ár við stjórnvölin í Reykjavík og nú á að hefjast handa við að einkavæða Orkuveituna. Þetta kjaftæði um að rekstrarformið henti ekki fyrirtækinu kaupi ég ekki. Þetta á jú að vera þjónustufyrirtæki við Reykvíkinga auk þess nágranasveitarfélög eru komin undir sama hatt.

Nú þegar er Orkuveitan farin að safna að sér eignum sem nýtast munu vel við einkavæðingu. Sbr. þegar bankarnir eignuðust skyndilega tryggingarfélög rétt fyrir einkavæðingu þeirra.

Við sjáum nú á RUV hverju hluthafavæðing skilar fyrir stjórnvöld. Þar keyrir Útvarpsstjóri á bíl og rekstrarleiga hans er yfir 200 þúsund og enginn getur sagt neitt því að valdið er komið frá kosnum fulltrúum.

Ég held að fólk ætti að fara að gera ráð fyrir öðrum kyndingarmöguleikum við hönnun húsa til að vera tilbúin þegar að einkavæðingin gengur í gegn. Þetta verður eins og hjá Símanum og fleirum að það verða bara hækkanir.


mbl.is Stefnt að því að breyta OR í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Einhvern veginn hefur einkavæðing aldrei virkað fyrir Ísland.  Þjónustan verður ekki betri, ekki ódýrari, þvert á móti.  Einhverjir örfáir geta þó baðað sig í gulli og það virðist alltaf vera eini tilgangur einkavæðingar á Íslandi að þessir sömu örfáu eignist allt og meir og meir, en áfram er allt dýrt og verður dýrara og á endanum er þetta sama einokunin með öðru eignarhaldi.

krossgata, 30.8.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband