Leita í fréttum mbl.is

Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé ekki skipulagt plott frá upphafi?

Á mánudag er ákveðið að "háeffa" Orkuveituna. Á þriðjudag er tilkynnt að forstjórinn fari í leyfi frá störfum til að stýra dótturfélagi. Og nú í dag segir Björn Ingi:

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs útilokar þó ekki að raforkuhluti Orkuveitu Reykjavíkur, verði klofinn frá öðrum hlutum fyrirtækisins, samhliða breytingu á rekstrarformi. Hann leggur þó áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum og segir að þetta hafi ekki verið rætt sérstaklega. Hann segir að nú sé unnið að því að skilgreina samþykktir fyrir hlutafélagið orkukveituna og leggja drög að lagatexta; en breyta þarf lögum um orkuveituna frá 2001, til þess að breyta henni í hlutafélag. Þar verði kveðið á um að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu; eins og fram kom í máli borgarstjóra í fréttum í gær. Björn Ingi segir að gagnsæi hafi verið aukið í rekstri orkuveitunnar undanfarið og einingar innan hennar gerðar sjálfstæðar. Hann nefnir sem dæmi Gagnaveituna, og fyrirtækið Reykjavík Energy Invest; sem sé í útrás í orkumálum [ www.ruv.is   ]

Jam það á að kljúfa orkuveitunna niður í í smærri hluta sem þeir halda að verði auðveldara að selja. Minni líka á að orkuveitan er að verða stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja sem þegar er "háeffuð" Og nú vantar bara að þar verði tilkynnt um að mögulega verði rafmagnsframleiðsla og sala klofin frá. Síðan verður rafmagnssala og framleiðsla OR seldur einkavinum sem um leið eignast ráðandi hlut í rafmagnshluta Hitaveitu Suðurnesja. Og þá er það fyrirtæki komið með um 80% heimila í landinu undir sinn væng. Og í raun einokun.


mbl.is Ákvæði í lögum um að OR verði áfram í samfélagslegri eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband