Leita í fréttum mbl.is

Nú eru allir íslenskir þjóðernissinnar að sleppa sér yfir Spaugstofunni

Þetta er alveg makalaus árátta hjá fólk að æsa sig yfir græskulausu gamni. Þetta atriði Spaugstofunnar á náttúrulega uppruna sinn í að Stjórnarráðið gleymdi að taka niður fánann fyrir sólarlag um daginn.

Svona til að benda fólki á þá sást Marteinn Mosdal aldrei brenna fánan! Og í reglugerð um Íslenska fánann stendur m.a.

Ekki má nota upplitaða fána, óhreina, trosnaða eða skemmda. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána, skal hann ónýttur með því að brenna hann.

Það er líka almennt talið að að það sé óvirðing við fánann að láta hann snerta jörð og sumir túlka að hann sé þar með ónothæfur eftir það.

Greyin mín slappið þið af!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst við oft full heillög yfir íslenska fánanum. Grínið hjá þeim fannst mér ganga út á þá túlkun sem sumir hafa að ef fáni blakti eftir sólarlag eða snerti jörð sé búið að vanvirða hann og honum beri að farga. Og skv. reglum um Fánann á að brenna hann eins og ég sagði. Hér á landi er hægt að kaupa föt með t.d. Norska fánanum, Bandaríska, Breska og svo framvegis. En hér á landi erum við full nísk á að nota hann og miðað við að við eigum að vera stolt af honum finnst mér þessar stífu reglur full gamaldags og fáránlegar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: krossgata

Ég vissi að það myndi verða fánaLúkas eftir þetta.   Annars er allt svo stíft og uppskrúfað í kringum fánann að það er ekki hægt að nota hann sér til ánægju og yndisauka.  Ef að landinn gæti andað nálægt fánanum þá yrði líklega meira um að hann væri notaður og fánaeign algengari.

krossgata, 6.10.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband