Leita í fréttum mbl.is

Ef REI á fyrst og fremst að vinna að verkum erlendis - hvað eru þeir þá að gera með hlut í Hitaveitu Suðurnesja?

Ég hef nú á síðustu vikum heyrt hvern stjórnmálamanninn, fulltrúa fyrirtækjana beggja (Geysir Green og Reykjavík Energy) keppast við að fagna þessum samruna og halda því fram að við þurfum ekkert að óttast um að að auðlyndir hér á landi séu markmið þeirra. En maður verður hugsi þegar rifjað er upp lætinn í vor þegar hlutur Ríkisins í Hitaveitunni var seldur. Og er ekki staðan nú þannig að REI á tæp 50% í Hitaveitunni. Auk þess eiga þeir Jarðboranir sem annast nær alla borun hér landi. Spurning hvort að þessi læti nú hafi verið skipulögð til að hlutur OR í REI verði seldur fyrr en ella til þessa fjárfesta. Og þá eru þeir búnir að eignast stærstan part af allri sérþekkingu varðandi boranir og virkjun jarðvarma.  Og í framhaldi af því verður OR að kaupa af þeim alla þá vinnu í framtíðinni.

Því getur verið að þeir hafi viljandi spilað á okkur til að kalla á þessi viðbrögð sem svo aftur leiða til þess að sala á hlut OR verður rökstudd sem lausn á óánægju þeirra sem mest hafa tjáð sig um þetta mál.

 


mbl.is Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

GGE átti ekki í OR þegar þeir keyptu Hitaveitu Suðurnesja.  Þeim vantaði rannsóknar- og rekstrarþekkingu jarðhitavirkjanna í safnið sitt.  Núna eru þeir komnir í eina sæng með OR þannig að alla vega að einhverju leyti hefur OR tekið yfir þetta hlutverk.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var nú að kannski svona að velta fyrir mér hvort að REI væri ekki komin með þann þátt OR frekar til sín. Því að REI er búin að ná til sín lykilmönnum í þessum rannsóknum frá OR. M.a. nokkrir sem áttu að fá kaupréttarsamning eða að fá að kaupa hlutbréf í REI. Og REI er náttúrulega ekki lengur hluti OR því að OR á bara 35% í REI. Óttast að REI sé að komast í einokunaraðstöðu í rannsóknum, hönnun og uppbyggingu jarðhitavinnslu. Þannig að þeir geti sett upp mun hærra verð fyrir þá þætt en áður og við borgum brúsann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.10.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: krossgata

Við erum á leikvelli stuttbuxnadrengjanna og samfélagið veitir þeim leikföng án þess svo mikið sem opna annað augað.

krossgata, 8.10.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband