Leita í fréttum mbl.is

Menn eiga að þekkja sinn vitjunartíma

Held að það sé nokkuð ljóst að Vilhjálmur er að grafa sig dýpra og dýpra með hverju viðtalinu sem fer í. Nú vænir hann alla aðra um að ljúga eða ekki segja rétt frá. Ef það er rétt að hann vissi ekki af þessum samningum um að valdir menn fengju að kaupa hlut í REI þá má segja að hann hefur ekki kynnt sér málið nægjanlega áður en hann samþykkti samrunan. Það er náttúrulega algjörlega ótækt að borgarstjóri taki svona ákvörðun án þess að kynna sér málið ofan í kjölinn.

Held það að skipta um mann í stjórn OR bjargi ekki því máli fyrir hann. Finnst það líka furðuleg staðreynd að einhver er strax tilbúinn að kaupa OR út úr REI og þá þeir sem eiga Geysir Green. Og það með 10 milljarða hagnaði fyrir OR. Það segir mér að eitthvað sé ekki í lagi með upprunalegt mat á þessum hluta OR í REI. Það hlýtur að vera um vanmat á REI að ræða enda kemur fram að verðmat fyrirtækisins er ekki byggt á öðru en mati fyrirtækisins sjálfs.

Menn hafa bent á að á nokkrum dögum hefur hlutur Bjarna tvöfaldast að verðgildi en þó er fyrirtækið ekki á markaði né í neinum nýjum verkefnum þessa dag þó mörg verkefni virðast blasa við.

En enginn talar um að OR virðist hafa umtalsvert fjármagn milli handana. Af hverju hafa neytendur hér á landi ekki verðið látnir njóta þessi í lægra orkuverði? Það er spurning sem mér finnst nauðsynlegt að fá svar við!


mbl.is Vilhjálmur segist ekki hafa séð lista yfir kaupréttarhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur var það aumkunarvert að sjá blessaðan borgarstjórann,í sjónvarpinu í kvöld.Hann sagði það að hann hafi ekki haft svo mikinn áhuga að endilega að vita hverjir þetta væru,sem voru að fá kaupréttasamninginn.Hann bætti því svo við að honum hafi verið sagt að þettað væru allt lykilstarfsmenn hjá O R þá vegna þess fannst honum ekki skipta máli þá hverjir það væru.ANNAN KALL Í BRÚNA TAKK FYRIR.

Jensen (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: krossgata

Þetta eru forkastanleg vinnubrögð hjá manninum - hvernig sem á málið er litið og það eina sem gerist er að hann sekkur dýpra í fenið.  Ætli hann reyni að ná snefil af sjálfsvirðingu og víkja?  Ég held ekki.  Ef svo ólíklega yrði þá verður það að skipan flokksins - sem er nú ekkert voða mikið að bregðast við eða beita þrýstingi.

krossgata, 9.10.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband