Leita í fréttum mbl.is

"Lystin að lifa" - Þetta nær ekki nokkurri átt!

Ég verð að segja að ég hélt að bloggheimar mundur loga í umræðu um myndina sem var sýnd í Sjónvarpinu í gær. En þar var fjallað um fallega stúlku sem var búinn að þjást af anorexiu síðan hún var 14 ára.

  • Sló það virkilega engan annan en mig þegar að hún sagði frá því að eftir því sem hún var sjúkari og veiklulegri þá fór að rigna yfir hana tilboðum um fyrirsætustörf og þessháttar.
  • Sló það virkilega engan annan en mig þegar það kom fram annað hvort í myndinni eða í viðtali við foreldra hennar í Kastljósi í kvöld að þau þurftu að bíða í að minnstakosti 1 og hálft ár eftir að hún kæmist í meðferð inn á BUGL af því að úrræðið var takmarkað og hún ekki nógu veik. Hefði maður ekki haldið að betra væri að meðhöndla þetta áður en þetta varð ekki að svona miklu vandamáli.
  • Sló það ekki einhvern að meðal ungs fólks er það víst orðið algengt að nota það að æla sem megrunaraðferð. Ég hef heyrt á tímabilum hafi klósett í framhaldskólum verið daglega útæld.
  • Er ekki kominn tími til að sú mynd sem hönnuðir draga upp af útliti kvenna fari að verða kvenlegt en ekki mótað af karlmönnum sem flestir eru samkynhneigðir og vilja þar af leiðandi að konur séu sem strákslegar.
  • Við erum að skapa sjúkdóma sem sannanlega gætu stuðlað að því að mannkynið eyddi sjálfu sér.

Það er með svona sjúkdóm að við eigum að ráðast gegn honum strax. Með forvörnum, meðferð og síðast en ekki síst breyttu gildismati og ímynd. Börn þurfa að læra að fegurðinn er ekki fólgin í að líkjast því að lifa við hungursneið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þetta er hræðilegur veruleiki.

krossgata, 16.10.2007 kl. 10:29

2 identicon

Ég horfði á þessa heimildarmynd áðan og verð nú bara að segja að ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi sjúkdómur væri svona erfiður viðureignar.

En mér finnst þessi punktur hjá þér algjör óþarfi...

„Er ekki kominn tími til að sú mynd sem hönnuðir draga upp af útliti kvenna fari að verða kvenlegt en ekki mótað af karlmönnum sem flestir eru samkynhneigðir og vilja þar af leiðandi að konur séu sem strákslegar.“

Gaui (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er bara að spegla það að það voru þessi hönnuðir sem hófu að hann föt upp úr seinni heimstyrjöld og smá saman tóku völdin í tískuheiminum. Þeir hanna föt sem fara best á mjög grönnum konum því að þeirra fegurðarskyn er mótað af því sem þeim þykir fagurt. Og um 1970 náðu þeir vinsældum og verulegum völdum í tískuheiminum og nægir þar að minna á að þá hefst víst þessi átröskun fyrir alvöru. Ég er bara að benda á að það eru karlmenn sem eru helstu hönnuðir fatnaðar á konur. Og þegar þeir taka mið af þvi hvað þeim þykir sexy og þessháttar eru þeir að líta til strákslegra þátta. Lítið mitti, brjóst og flatur magi.

Hef ekkert á móti samkynhneigðum og þetta átti ekki að vera skot á þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2007 kl. 15:10

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta hér fyrir ofan átti náttúrulega að vera lítil brjóst, flatur magi og svo má bæta við breiðar axlir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband