Leita í fréttum mbl.is

Það er nú spurning hvort að hann ræður því.

Ég held að ráðherra fá nú ekki alræðisvald með embættinu. Honum ber þar að framfylgja vilja Alþingis. Og ef að meirihluti þingmanna suðvestur hluta landsins vill að hann verði færður þá hefur Kristján ekki annað um málið að segja en að vinna að vilja Alþingis.

Það hafa verið nefndir nokkrir staði í eða við Reykjavík og þó að alþingismenn utan að landi vilji hafa flugvöll við hlið vinnunnar sinnar þá verður jú að hugsa um hagsmuni Reykjavíkur líka.


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagsmunum Reykjavíkur er best borgið með sína samgönguæð í miðborginni.  Við Íslendingar búum ekki svo vel að vera með lestarsamgöngur eða úrvals vegi.  Við eigum hins vegar hinar fínustu flugvélar og úrvals fólk (flugmenn, flugfreyjur, flugvirkja, o.s.frv) sem að sjá til þess að hjarta samgangna okkar ganga smurð.  Það eru fleiri hundruð (ef ekki þúsund) manns sem að starfa við Reykjavíkurflugvöll.  Það er þessu fólki ekki bjóðandi að ætla að uppræta þeirra starfsvettvang og flytja til Keflavíkur eða eitthvað annað.  Veðurfarslega þá er Hólmsheiði út úr myndinni.  Er ekki nægt byggingasvæði í og við Reykjavík.  Þarf nauðsynlega að byggja á þessum 2 km flugbrautum líka?  Á ekki að fara að taka örfyrisey og granda undir aukna byggð?   Er það ekki nóg?

Bragi (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:21

2 identicon

Hagsmunum Reykjavíkur Borgið? Það veltur mest á hagsmunum Landsbyggðar fólks hvar þessi blessaði flugvöllur verður, fólk sem þarf að koma suður til að sækja ýmsa þjónustu sem við því miður höfum ekki út í landi. Það bara kemur ekki til greina fyrir fólk sem að þarf að keyra 2-3 tíma og taka svo flugvél í annan klukkutíma þurfi að fara keyra í ana klukkutíma þegar suður er komið. Nei takk ! 

Vilhelm Harðarson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú ekki mikil þjónusta sem aðeins er hægt að sækja til Reykjavíkur. Það er helst þá sjúkrahús og þessháttar. Minni á að þó að innanlandsflugið flytti til Keflavíkur þá er ekki nema 30 mínútna akstur þaðan. Það er svo spurning hvort ekki sé réttara að færa þjónustuna bara út á land  sem fólk er að sækja til Reykjavíkur. Ekki viss um að Akureyringar væru ánægðir ef að flugvöllurinn yrði færður þar inn í miðbæ.

Og þegar menn nefna að hér séu ekki lestarsamgöngur þá spyr ég nú bara af hverju ekki. Ef að flugvöllurinn væri fyrir utan Reykjavík væri þá ekki komin fín ástæða fyrir lestarsamgöngum. T.d. frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband