Leita í fréttum mbl.is

Vaxtarorkrið á Íslandi - Einkavinavæðingin bítur okkur í rassinn.

Hlustaði lauslega á Silfur Egils í dag. Og heyrði þar rætt við Þorvald Gylfason. Hann heldur því fram að Ísland sé eina landið þar sem einkavæðing bankana hefur leitt til aukins vaxtamun. Í öðrum löndum hefur einkavæðing skilað lækkun á vaxtamun en ekki hér. Hann skýrir þetta m.a. annars með því að um leið og einkavæðingin var gerð var ekkert gert til að auðvelda erlendum bönkum að koma hingað inn á markaðinn. Og eins og maður hefur marg rætt um þá eru bankarnir að nýta þennan vaxtamun til að fjárfesta fyrir erlendis. Því má segja að með vöxtum okkar af lánum og yfirdrætti þá dæli bankarnir peningum okkar erlendis. Þeir hagnast og hagnast en ekkert er reynt til að láta okkur neytendur hér á landi njóta þess. Þeir lána bara hærri og hærri lán því með þessum vaxtamun eru þeir að fá frábæra ávöxtun. Þ.e. lána okkur á c.a. 10 til 12% vöxtum (vextir + verðbætur) peninga sem þeir fá á innan við 2% óverðtryggt að láni erlendis.   Sjá þessa töflu frá Þorvaldi Gylfasyni og svo umfjöllun hans um hana.

vaxtamunur

Hlustaði á Útvarp Sögu í dag þar sem endurflutt var spjall þeirra Guðmundar Ólafssonar og Sigurðs G Tómassonar. Þar voru þeir m.a. að tala um tryggingarfélög sem kæmust upp með það ár eftir ár að leggja fullt af peningum í ábyrgðarsjóði upp hugsanlegar tjónagreiðslur. Með því gætu þau sýnt fram á tap ár eftir ár og greitt því lítinn skatt. En notuðu þetta fé í gríðarlegar fjárfestingar og til að bola allri hugsanlegri samkeppni frá erlendum aðilum í burtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband