Leita í fréttum mbl.is

Þetta minnir mig á E kortið þeirra góða!

Ég viðurkenni að ég er með afbrigðum vitlaus og kærulaus varðandi peninga. Ég eyði þeim bara þar til að bankinn stoppar mig. Fyrir nokkrum árum fékk ég hringingu og bréf frá SPRON um æðislegt kort þar sem maður þyrfti aðeins og greiða 5% af skuld kortsins um hver mánaðarmót og svo það sem var æðislegast að í Desember ár hvert fengi maður síðan svakalegar endurgreiðslur af þeim úttektum sem maður hefði framkvæmt á kortinu það árið. Jú ég þáði þetta náttúrulega og byrjaði að nota þetta kort í stað Visa kortsins. Ég fór eftir þeim tilboðum sem þeir auglýstu nokkrum sinnum og svona ýmislegt. Og fyrstu mánuði fékk ég bara svona 5 til 8 þúsund kr. Rukkun frá þeim. Ég greiddi oft aðeins hærra inn á kortið svona til að halda í horfinu hélt ég. Síðan kom desember og ég fékk frá þeim ávísun upp á innan við 1 þúsund. Og nokkrum mánuðum seinna var ég allt í einu farinn að skulda þar um 500 þúsund krónur. Ég hætti að mestu að nota kortið og hef nú í 2 til 3 ár greitt bara inn á það. En loks í síðasta mánuði greiddi ég alla skuldina þar og þá skuldaði ég enn um 280 þúsund. Þrátt fyrir að hafa greitt í 2 ár 20 þúsund og meira suma mánuði. Þetta hafa verið óheyrilegir vextir.

Því brosi ég þegar að þau eru að auglýsa þetta kort og sýna í auglýsingunni fólk vera að safna tugi þúsunda í endurgreiðslur.


mbl.is 300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þú viðurkennir það reyndar í byrjun að þú ert ekki peningaglöggur maður. Það er rétt hjá þér. Kreditkort eru líklega það besta sem neytandinn getur notað, ef hann notar það rétt, og er e-kortið líklega best af þeim. En þú notar það eins og það á ekki að nota. Að sjálfsögðu á að borga reikninginn alveg upp um hver mánaðarmót og þá verður kostnaðurinn engin við kortið og þú færð jafnvel tugir þúsunda endurgreitt.

Ólafur Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég viðurkenni alveg vanmátt minn gagnvart peningum en það er samt alveg skuggalega sem þarf að versla til að fá tugi þúsunda endurgreiðslu. Og þegar að rukkunin í upphafi var bara gíróseðill þá freistaðist ég til að athuga ekki heildarupphæðina. Og það var bara ekki ég heldur þó nokkrir í hring um mig sem lentu í því sama. Og ef maður greiðir þetta upp um hver mánaðarmót er nú kannski skynsamlegast að halda sig við debetkort.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.11.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband