Leita í fréttum mbl.is

Fyrir og eftir einkavæðingu Símans

Gott dæmi um að einkavæðing er ekki alltaf trygging fyrir hagstæðari verðum. Segir okkur að Exista er að mjólka neytendur hér á landi. Erum komin úr því að vera með einna ódýrustu símaþjónustu yfir í að vera dýrust á 3 til 4 árum. Hér á landi virðist allir markaðir þróast út í fákeppni. Það er nokkuð ljóst að við erum látin borga fyrir þessa útrás og fjárfestingaæði. Enda ekki nema von því að þessir menn eru búnir að læra að við borgum bara það sem þeir setja upp.
mbl.is Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Fyrir það fyrsta hefur Síminn ekki verið í ,,útrás" fyrr en nú nýlega og í öðru lagi HEFUR farsímaþjónusta lækkað hér á landi líka, þó ekki jafn hratt og á hinum norðurlöndunum.

Á hinum norðurlöndunum hefur farsímaþjónustan líka verið einkavædd, athugaðu það. 

Sigurjón, 27.11.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

....og hvar er að finna pósthús nú til dags?  maður bara spyr.    Frelsi, einkavæðing, frjálshyggja... þjónustan hefur versnað hvað sem öðru líður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.11.2007 kl. 11:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég sagði það aldrei að Síminn hefði verið í útrás. En Exista sem á síman er starfandi bæði hér og erlendis. Þá er bara ekki hægt að bera saman einkavæðingu hér og annars staðar því að hér eru það ekki nema ein eða tvær blokkir sem hafa keypt allt sem ríkið hefur látið frá sér og við svo látin með hærri gjöldum ( því að að kosnaður við þessa þjónustu hefur lækkað sbr. lækkanarnir í öðrum löndum) borga lánin og arð sem móðurfélög eyða svo í önnur dótturfélög erlendis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Sigurjón

Hafir þú heimildir fyrir því að Exista nota hagnað af Símanum til að greiða niður önnur félög, skaltu tilkynna það til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, því það er lögbrot.

Svo minni ég aftur á að farsímaþjónusta hér á landi hefur lækkað og það talsvert mikið.

Sigurjón, 29.11.2007 kl. 00:22

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú afsakar ég skil ekki afhverju ég ætti að kæra þetta. Exista á Símann. Exista fær væntanlega arð af eignum sínum þegar þær skila hagnaði. Exista hefur því frjálsræði um hvernig þeir ráðstafa þeim arði. Og þetta með að farsímaverð sé að lækka er náttúrulega útúrsnúningur. Farsímaverð hér var lægra en annarstaðar t.d. Norðulöndum áður en Síminn var seldur. Þannig að þó að farsímaþjonusta lækki hér eitthvað þá hefur hún ekki lækkað eins og annarsstaðar þrátt fyrir að Síminn hafi verið seldur. Ef allt væri með feldu værum augljóslega ennþá lægst.

 Einnig bendi ég á að Síminn langstærsti aðilinn á markaðnum ætti að öllu óbreyttu að vera með ódýrustu gjöldin í öllum flokkum, heimasíma, neti og farsímum en er hvergi nálægt því. Þeir treysta á fastheldni íslendinga sem margir eru mjög tregir til að breyta þrátt fyrir ódýrari þjónustu annarsstaðar.  Og um leið þá auka þeir náttúrulega hagnað sinn með því að við erum að greiða hærra verð en við þyrftum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband