Leita í fréttum mbl.is

Allir að aðstoða lögreglunna núna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn!

Þetta er algjörlega ólíðandi. Að stinga af eftir að hafa stórslasað barn er bara ekki afsakanlegt með nokkru. Þennan níðing verður að finna og ég skora á alla sem vita um málið að hjápa lögreglu og þessi fantur náist hið fyrsta.

Frétt af mbl.is

  Ók á barn og stakk af
Innlent | mbl.is | 30.11.2007 | 18:22
Frá vettvangi í kvöld. Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ um kl. 17 í dag þar sem ekið var á barn. Barnið sem er á aldrinum 6 til 7 ára slasaðist alvarlega og var flutt í forgangsakstri til Reykjavíkur, en ekki er vitað frekar um líðan þess í augnablikinu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.


mbl.is Ók á barn og stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég "VONA" að viðkomandi hafi ekki "tekið eftir" því að viðkomandi hafi keyrt á barnið! Sem getur alveg verið möguleiki og þá gefur viðkomandi sig fram þegar hann/hún sér fréttina.  Og auðvitað eiga allir þeir sem telja sig geta gefið vísbendingu að segja frá henni, ekki hika við það!

Vonandi er þetta ekki eins alvarlegt og það lítur út fyrir! 

Kristján (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég tek undir það með þér að vonandi er málíð þannig vaxið. En ég undrast að fólk hafi ekki tekið eftir því að barn skellur á bílnum. Ég hefði haldið að til þess að hljóta alvarlegan höfuðáverka þurfi höggið að hafa verið mikið. Það er þá spurning að allir sem áttu leið þarna um á þessum tíma skoði bíla sína því það hlýtur að sjá á þeim bíl sem barnið lenti á. Á vikurfrettum .is er sagt að lögreglan skoði möguleikan á því að barnið hafi hlaupið á bílinn og bílstjórinn ekki tekið eftir því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband