Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg viðbrögð hér á blogginu!

Um leið og ég vona að réttur ökumaður sé fundinn, þá finnst mér við hæfi að velta fyrir sér viðbrögðum bloggara hér á blog.is. Það má segja að þau hafi skiptist í 3 meginflokka.

  •  Það eru þeir sem hvöttu alla til að aðstoða lögregluna við að finna ökumanninn [þar á meðal ég] því fólki finnst þessi framkoma náttúrulega ekki líðandi að keyra burtu frá smá barni sem liggur stórslasað á götunni. [burt séð frá hvernig slysið vildi til]
  • Síðan þeir sem fóru að búa sér til hugmyndir um hverjum þetta væri að kenna. Sem er náttúrulega út í hött. Þar sem ekkert var vitað um málið þegar fólk var að blogga um þetta.
  • Þriðji flokkurinn voru bloggarar sem þóttust þess umkomnir að gagnrýna alla aðra sem blogguðu um málið. Þessir bloggarar við höfðu orð eins og "bloggarar eru fífl" og fleira í þeim dúr. Þetta er oft bloggarar sem ættu kannski að skoða sínar færslur í gegn um tíðina og ég er næsta viss um að þær stæðust ekki gagnrýni þeirra sjálfra.

Mér finnst eðlilegt að fólk sýni viðbrögð við svona athæfi. Það er kannski hugsanlegt að einhverjir bregðist við með því að flýja af slysstað. En þeir sem hafa samvisku hefðu gefið sig fram við lögreglu þegar þeir hefðu hugsað málið. En í þessu tilfelli var ökumaður auðsjáanlega að reyna að komast hjá því að taka afleiðingum gerða sinna.

[ES var að lesa á vikurfrettum.is eftirfarandi :] Breytt eftir umhugsun kl:23:45 [tekið út að það skýrði kannski afhverju hann hélt að hann kæmist upp með þetta. Þ.e. útelndingur sem var náttúrulega út í hött hjá mér]

Útlendingur handtekinn fyrir að aka á litla drenginn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið erlendan karlmann í tengslum við slysið á Vesturgötu í Keflavík síðdegis í gær þar sem ekið var á 4 ára gamlan dreng og stungið af frá vettvangi.

 

 

 


mbl.is Maður í haldi, bíll í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Sammála þér. Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 1.12.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú fellur að hlutatíl í flokk 2. Því að þú heldur í þínu blogg fram hugmynd að um "byttu eða dópista" reyndar það sem mörgum datt í hug.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Benna

Merkilegt að kenna alltaf dópistum eða byttum um allt sem gerist í þessu þjóðfélagi, ekki langt síðan að það var gert síðaast einmitt þegar Hlíðarverslun var rænd var það fyrsta sem fólk sagði "dópistaaumingjar" já það er alltaf gaman að sjá viðhorf landans til þesssa veika fólks.

Benna, 1.12.2007 kl. 20:43

4 identicon

Ef maðurinn vissi ekki að það væri verið að leita að honum fyrir þann glæp að keyra á barn og svo stinga af, þá er hann í raun hættulegri en sá sem vill ekki lenda í fangelsi. Því sá maður er gjörsamlega veruleikafyrrtur.

Drake Ramore (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:58

5 identicon

Hvað meinar þú að hann hafi ekki skilið að verið væri að leita að honum? Er til eitthvað land þar sem fólki þykir eðlilegt að aka í burtu eftir hafa ekið á barn?

karen (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Segji það..! Auðvitað veit maðurinn að það sé verið að leita af sér, og enn og aftur eru það útlendingur sem er að valda glæpi, andskotinn hafið það.

Kristinn Rúnar Kristinsson, 1.12.2007 kl. 21:13

7 identicon

"En í þessu tilfelli var ökumaður auðsjáanlega að reyna að komast hjá því að taka afleiðingum gerða sinna."

Það er alls ekkert gefið að ökumaðurinn hafi tekið eftir því þegar hann ók á drenginn.  Það er hægt að stórslasa fólk bara með því að keyra utan í það þannig að það kastist á gangstéttarkantinn. 

Síðan,  alveg óháð því hvort þetta er útlendingur eða ekki, þá hefði hann alveg getað verið jafn hneykslaður og þú á fréttum af því að ökumaður hafi yfirgefið slysstað.

Fransman (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var ekki að segja að það afsakið neitt að vera kannski ekki íslenskumælandi. Ég heyrði samt á lögreglu í einhverjum fréttum að skv. því  sem þeir vissu þá hefði ökumaður vitað um að hann hefði ekið á barnið, þannig að lögreglan leitaði að ökumanni sem hefði flúið slysstað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2007 kl. 21:50

9 identicon

Haha, hérna er verið að blogga um bloggara sem blogguðu um aðra bloggara.

Þetta kom samt fram á víkurfréttum í gær rétt eftir að slysið varð
" Þeim möguleika er haldið opnum að barnið hafi hlaupið í hlið bílsins og    ökumaður hans ekki orðið var við slysið og því ekið á brott af vettvangi."

Ég veit ekki hvort að þetta hafi breyst eitthvað. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 22:13

10 identicon

Leit inná bloggið út af titlinum. Ekki var svo.  Þessi bloggfærsla eru hinu raunverulegu furðulegu viðbrögðin, sbr. orð drake, karenar & kristins.

ari (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:21

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég bætti þessari síðustu línu af vikurfrettum  inn eftir á vegna þess að ég las þetta eftir að ég skrifaði færsluna. Fanst þetta geta skýrt að maðurinn hélt að hann væri kannski að komast upp með þetta. þar sem hann skildi ekki fréttirnar. Er alls ekki að afsaka manninn nema síður sé.

Er ekkert að draga úr því að ég skrifa sjálfsagt hina mestu vitleysu stundum eða oftast. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2007 kl. 23:34

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eftir íhugun þá sá ég að fólk hélt að þetta væri raunverulega mín skoðun að hann hefði ekki gefið sig fram af því að hann skildi ekki íslensku. Þetta átti að þýða hjá mér að hann héldi að hann slyppi þar sem hann skildi ekki umræðuna í fjölmiðlum. Svo ég tók út síðustu setningar og setti meininguna í hornklofa svo að umræðan hér væri skiljanleg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2007 kl. 23:50

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2007 kl. 00:05

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hræðilegt skv. þessum tengil  hér að ofan er ungi drengurinn dáinn. Gæpur ökumannsins orðinn enn alvarlegri og viðbrögð hans eftir slysið verað aldrei réttlætanleg eða fyrirgefin.

Hugur minn er hjá fjölskyldu og vinum þessa unga drengs.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.12.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband