Leita í fréttum mbl.is

Þetta fer nú að verða þreytandi hjá Vg

Eru Vg svo gjörsamlega orðin föst í andstöðu sinni að þau geta ekki litið jákvætt á nokkuð mál. Það fer að verða anskoti leiðinlegt að hlusta á þau mótmæla öllu án þess að benda á nokkrar leiðir í staðinn. Þau mótmæla nú þegar að ríkisstjórnin lýsir því markmiði að Ísland fylgi metnaðarfullu markmið Evrópuríkja að ná CO2 losun niður um 50 til 75% fyrir árið 2050. Þau segja að þetta sé ekkert undirbúið og bara falleg orð. Hvað leggja þau til sjálf?

Jú hætta við stóriðju sem er gott og blessað en þau hafa ekki komið með neinar áætlanir um hvernig þau alla að byggja upp atvinnu um landið. Þau segja að leggja eigi áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki, en hvað er þetta nema orð á pappír. Hvernig á að stuðla að því? Og af hverju eru þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki um landið búin flest að leggja upp laupana síðustu ár?

Hvar eru raunhæfar tillögur Vg að því hvernig á að byggja upp atvinnulíf um landið án stóriðju.  Þau nefna ferðaþjónustu - En hvar eru beinar tillögur um hvernig á að byggja þetta upp? Hvaðan á að fá ferðamenn strax til að skapa næga atvinnu á nokkrum árum?

Hvar eru hugmyndir þeirra um hvernig við drögum úr útblæstri? Hef bara heyrt þau setja út á aðra en ekki komið í staðinn með útfærðar tillögur um hvernig þau sjá þetta raungerast. Það er ekki nóg að hvetja fólk til að nota reiðhjól. Þau verða að segja okkur hvernig á að stuðla að því að fólk noti þau.

Hvernig væri að þau færu að uppfræða okkur hin um þetta?


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband