Leita í fréttum mbl.is

Greiningardeildir bankana - Er eitthvað að marka þær?

Hef verið að kíkja á spár greiningadeilda bankana frá því í október. Og það er skemmt frá því að segja að það virðist ekkert vera að marka þær. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort hér þyrfti ekki að vera óháð greiningardeild sem ekki tilheyrði bönkunum því það er nokkuð ljóst að þær sem fyrir eru tilheyra bönkum sem eru á fullu á þeim mörkuðum sem greiningardeildirnar eru að tjá sig um. Bankarnir eru sem stórir aðilar á hlutabréfamarkaði og því hentar þeim að nota svona spár til að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að kaupa hlutabréf á hærra verði. En hér á eftir kemur spá tveggja greiningardeilda, Annarsvegar Glitnir og hinsvegar Kaupþing:

04.10.2007 15:37

Spáum 32% hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar

Við reiknum með að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sýni hægfara batamerki á næstu mánuðum eftir erfiðan tíma undanfarið. Við spáum 6% hækkun úrvalsvísitölunnar á 4. ársfjórðungi og að hækkunin yfir árið verði 32%. Þetta er dágóð hækkun í alþjóðlegum samanburði og meiri hækkun en var hér á landi á síðasta ári en úrvalsvísitalan hækkaði um 15,8% yfir árið 2006. Erfitt ástand á fjármálamörkuðum og ekki síst sá lausafjárskortur sem verið hefur á heimsmarkaði undanfarið hefur valdið því að við höfum lækkað spá okkar um hækkun vístölunnar yfir árið. Áður spáðum við 45% hækkun á árinu.

Bankarnir, Bakkavör og Össur munu draga vagninn
Ytra umhverfi fjármálafyrirtækja hefur verið erfitt á 3. ársfjórðungi vegna lausafjárskorts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Við reiknum með því að ástandið batni nokkuð á 4. fjórðungi ársins. Það ásamt lækkun á verði bréfa bankanna, Bakkavarar og Össurar að undanförnu skapar svigrúm til hækkunar gengis þessara félaga á fjórða fjórðungi

Þetta segir Glitnir sem m.a. tengist FL Group og hefði því m.a. átt að vita um ástandið þar.

Og í október sagið Greiningardeild Kaupþings:

23.10.2007 Þróun og horfur - afkomuspár

Í nýútkomnu riti Greiningardeildar um þróun og horfur á innlendum hlutabréfamarkaði kemur fram að töluverð óvissa er um eftirmála undirmálslánakrísunnar. Margt bendir til þess að það versta sé yfirstaðið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þótt enn sé nokkuð í land þar til fyrri aðstæðum verður náð hvað varðar lánakjör á fjármagnsmörkuðum. Þá er líklegt að eitthvað dragi úr þóknanatengdum verkefnum hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum þar sem fjármagn er dýrara og aðgengi að því erfiðara. Nákvæmlega hversu mikil og langvinn þessi áhrif kunna að vera er mjög erfitt að segja til um. Einnig er mjög líklegt að fjárfestar séu fremur viðkvæmir fyrir neikvæðum fréttum.
Árslokagildi verði í 8.500 stigum
Í ljósi mikilla hræringa undanfarna mánuði gerum við ráð fyrir að síðasti fjórðungur ársins verði nokkuð sveiflukenndur á hlutabréfamarkaði. Við spáum árslokagildi Úrvalsvísitölunnar í 8.500 stigum sem væri u.þ.b. 33% hækkun á árinu og 4% hækkun frá lokagildi gærdagsins. Þrátt fyrir að við gerum ekki ráð fyrir mikilli hækkun markaðarins fram að áramótum má engu að síður reikna með því að þær sveiflur sem við væntum innan fjórðungsins muni skapa áhugaverð tækifæri fyrir fjárfesta.


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp 2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

 ég veit ekki hvort það sé nóg að einhver óháður greiningaaðili geti gert eitthvað betur því að ég held bara að fjármálamarkaðir og efnahagskerfi séu ekki hlutir sem hægt er að spá fyrir um nema í stutta tíma í senn.  Annars er það reyndar hagur bankana að mikil velta sé með hlutabréf og þar af leiðandi getur verið að þeir spái svolítið með bjartsýni en hunsi frekar merki viðvarana.  En einsog allt að þá á maður að taka öllu sem maður les í fréttum með fyrirvara, sérstaklega varðandi peningamál og reyna að meta hlutina svolítið sjálfur. Frægt dæmi er frá Bandaríkjunum þar sem stjórnendur "kjöftuðu upp" hlutabréfaverð í Enron og hældu fyrirtækinu, en á meðan vissu þeir einir að fyrirtækið var gjaldþrota og stukku þeir allir fyrir borð í björgunarbátana þeas seldu sínar kökur í fyrirtækinu einsog þeir áttu lífið að leysa. Nokkrum vikum síðar varð fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskiptana  og þeir sem keyptu hlutabréf á seinustu vikunum misstu allt.......

gfs (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það sem ég var að velta fyrir mér hvort að greiningardeildir verði ekki að hafa hag bankans að leiðarljósi þegar þær eru deildir í sama banka. Og eins og er hér á landi eru bankarnir virkir í hlutabréfakaupum og viðskiptum. Tel að greiningardeildir viðkomandi banka eigi erfitt með að birta spár sem ganga gegn hagsmunum eiganda sinna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband