Leita í fréttum mbl.is

Bloggarar hvað á þetta að þýða?

Mér er lífsins ómögulegt að skilja fólk sem notar bloggið til að ráðast að fólki með hótunum og illmælgi. Þetta er skrifað eftir að hafa lesið yfirlýsingu frá ökumanni sem lenti í slysi við Álverið í Straumsvík. Bílstjórinn segir þar að hann hafi orðið fyrir hótunum og allskyns óþægindum hér á blog.is. Mér finnst allt í lagi að fólk ræði um atburði sem gerast en maður verður að varast að ráðast að fólki sem á kannski um sárt að binda. Og mér finnst að við sem höldum úti bloggum eigum líka að ritskoða þá sem koma með athugasemdir sem ekki sæma og eru meiðandi fyrir einstaklinga sem snerta viðkomandi bloggsvæði ekki neitt. Það virðast vera aðilar sem flykkjast á bloggið í nafnlausnum athugasemdum og dreifa allskyns ógeði sem ekki á heima á vefnum.

Ofangreint er byggt á eftirfarandi frétt:

Innlent | Morgunblaðið | 8.12.2007 | 17:30

Vegna illkvittnislegra kjaftasagna á vefsvæði

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá ökumanni jeppabifreiðar sem lenti í árekstri á Reykjanesbraut síðdegis á fimmtudag. Ökumaðurinn vill koma yfirlýsingunni á framfæri vegna „illgjarns og kvikindislegs bloggs“ á blog.is. Morgunblaðið hefur ákveðið að birta yfirlýsinguna nafnlausa að beiðni sendanda, þar sem, að hans sögn, fram hafa komið hótanir á vefnum í hans garð.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

 „Ég er ökumaður jeppans í slysinu við álverið í Straumsvík. Ég vil koma því á framfæri að EKKI var um glæfraakstur að ræða, þetta var slys og ég einfaldlega gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil hálka var á veginum. Við hjónin vorum á heimleið eftir að hafa farið með hvolpana okkar níu í bólusetningu. Þar sem þetta var fyrsta bílferð hvolpanna og þeir hræddir, þá reyndi ég að aka mjúklega.

Ég hef verið á um 70–80 km hraða þegar bíllinn byrjar að skrika í hálkunni. Ég reyndi að beygja á móti en náði ekki stjórn og næsta sem ég veit er að það er allt fullt af sjúkra- og lögreglubílum í kring og verið er að reyna að ná manninum mínum út úr bílnum. Ég heyri talað um mikil beinbrot og alvarlega áverka. Mér er hjálpað út úr bílnum, yfir í lögreglubíl og þaðan í sjúkrabíl sem flutti mig á sjúkrahús.

Þegar ég hugsa til baka, þá ásaka ég mig fyrir að hafa ekki ekið hægar eða verið í framdrifinu, en við vorum búin að keyra um allan bæinn og einu staðirnir sem ég hafði orðið vör við hálku á voru bílaplön og hliðargötur. Eins og staðan er núna þá liggja tveir menn mjög mikið slasaðir á sjúkrahúsi af mínum völdum, eiginmaður minn og ökumaður hins bílsins.

Það veit sá sem allt veit að illar hugsanir og ljót orð koma ekki til með að hjálpa þeim og ég vil biðja alla að beina bænum sínum til þeirra beggja og biðja fyrir því að þeir nái báðir heilsu aftur. Við getum þakkað Guði fyrir að ekki fór verr og allir komust lifandi frá þessu hræðilega slysi.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Já það er sko nokkuð ljóst að Gróa á Leiti lifir góðu lífi hér á blogginu og því miður verða alltaf til einstaklingar sem eru það brotnir sjálfir að þeir nota hvert færi til þess að upphefja sig á kostnað annarra og svífast einskis í þeim efnum. Það hefur rist mann alveg inn að hjartarótum sumt sem hefur verið fjallað um hér og eru nokkrir aðilar viðriðnir fleiri en eitt mál og virðast hreinlega stunda þetta. Gott mál hjá þessari konu að spyrna við fótum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 9.12.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband