Leita í fréttum mbl.is

Greiningardeild Hannesar

Ef að allt sem Hannes heldur fram væri hinn stóri sannleikur þá er ég andskoti hræddur um að hann væri ekki bara prófessor í HÍ heldur væri hann út um allan heim að kenna öðrum þjóðum hvernig þær ættu að fara að.

Hann rýkur í fjölmiðla strax og hann finnur einhverja skýrslu sem honum finnst styðja sitt mál og heldur henni fram sem stóra sannleika.

Nú þegar hann fjallar um fátækt og hún sé lítil á Íslandi þá er það kannski ekki skrýtið. Því ef við hengjum okkur í meðaltöl þá eru sjálfsagt víst að við erum ekki fátæk á mælikvarða þjóða yfirleitt. Það er samt andskoti hart að hér séu samt margir sem rétt skrimta í landi þar sem aðeins búa um 300.000 manns. Það er bara þannig að svo lítil þjóð með svo miklar tekjur ætti að sjá til þess að hér væri bara ekki fátækt. Þessi fólksfæð ætti að gera það auðveldara að hafa yfirsýn um hag fólks og lausn þessara vandamála ætti ekki að vera svo dýr eða svo yfirgripsmikil að við réðum ekki við það.

Hannes ætti líka að líta til þess að við hér höfum öflugra lífeyriskerfi en margar aðrar þjóðir og hér vinnur fólk almennt til 67 ára aldurs sem aftur er ekki algengt í öðrum löndum.

Síðan er það undarlegt að á nokkrum árum hefur Hannes breytt um skoðun frá því að fólk ætti að borga fyrir alla þjónustu sjálft yfir í það að öflugt velferðarkerfi sé eðlilegt. Spurning hvort að hann sé að undirbúa komu sína í stjórnmál beint.

 


mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband