Leita í fréttum mbl.is

Óheilla árið mitt

Ég hefði nú ekki trúað því að óreyndu að sum ár gætu verið verið óheilla ár. Hélt að það væru tilviljanir sem réðu en svei mér þá ég er er ekki lengur viss. AÐ minnstakosti þá hefur þetta ár verið að mestu ár sem ég hefði viljað sleppa úr bara alveg. Ég segi nú ekki að það hafi komið ljósir punktar en annað hefur verið svakalegt.

  • Á þessu ári hef ég misst bæði föður minn sem og fósturföður
  • Lent á sjúkrahúsi með brisbólgu og hræddur upp úr skónum með að ástandið væri alvarlegt. En sem betur fer reyndist það ekki svo alvarlegt og ég fékk að fara heim eftir fáa daga.
  • Dóttir mín lenti á sjúkrahúsi og ástand hennar var alvarlegt. Er að vona að sú staða fari batnandi.
  • Ég vinn sem millistjórnandi hjá ríkinu og hef umsjón með vinnustað þar sem manna þarf allan sólarhringinn. Þar hefur nú ekki verið fullmannað nema í nokkrar vikur allt þetta ár.
    • Starfsfólk hefur dottið í langvarandi veikindi > jafnvel allt þetta ár.
    • Starfsfólk hefur orðið að hætta vegna veikinda
    • Starfsfólk hefur nú síðustu vikur hrunið í flensu.
    • Og í síðustu viku greindist einn með lungnabólgu og verður frá um tíma.
  • Vegna allra þessara veikinda er ég á eftir með alla faglega vinnu og hún heldur áfram að safnast upp. Ég geri lítið annað en að halda hlutunum gangandi.
  • Síðan eru tæki og húsnæði vinnustaðarins að gefa sig í röðum. Það kviknaði í um daginn. Datt í sundur krani í síðustu viku og varð vatnsflóð.

Er skrítið þó ég fagni að þessu ári sé nú loks að ljúka. Held að það hefði verið snjallt að sleppa þessu ári bara alveg.

Ég lifi nú á þeirri vissu að næsta ár getur varla orðið verra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Botninum er náð......

Farsælt komandi ár 2008 Maggi:)

Kveðja frá Danmörku

Kolbrún Jónsdóttir, 11.12.2007 kl. 07:53

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk Kolla ég er viss um að þetta er rétt hjá þér

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2007 kl. 14:35

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sammála Kollu Maggi minn. Þegar botninum er náð þá er bara ein leið - upp á við . Ég hef upplifað svona ár og veit hversu ömurlegt það er en það var haustið 1998 til vors 1999  .

Það sem drepur mann ekki herðir mann, best að hugsa það og einbeita sér að jákvæðu hugarfari t.d. þakka það sem maður hefur og er jákvætt og einbeita sér að því að FARA VEL MEÐ SIG. Það er nú svolítið Maggi minn sem ég skora á þig að setja sem áramótaheit! AÐ SETJA SJÁLFAN ÞIG OG ÞÍNA VELFERÐ Í FYRSTA SÆTI .

Farðu vel með þig kæri vinur og segi eins og Kolla, megi árið 2008 veita þér ljós, frið og kærleika og fara um þig góðum höndum. Þú átt það skilið.

Kristbjörg Þórisdóttir, 16.12.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég viss um að þetta er rétt hjá þér Kidda! Og finnst þetta góð hugmynd að áramótaheiti. Og takk fyrir góðar óskir fyrir næsta ár í minn garð. Ég segi sömuleiðis en sýnist að þú sért í svo góðum málum þó vissulega geti gott alltaf batnað. Þannig að segi bara megi 2008 verða þér enn betra en það sem er að líða!

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.12.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband